Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 26
20 LÆKNABLAÐIÐ um hina. Skal þetta þó gert meö varasemi, svo síöur komi til aö hor blás- ist inn í tuba Eustachii. Til þess aö greiöa fyrir rensli úr opinu á sinus- unum ráöleggur höf. aö þjappa cocaindeigri (10%) baömull milli sept- u'm og coircha media. Baömullin er svo tekin á burtu, en baömullar-tróöi (10% cocain) þvi næst komiö fyrir undir concha media. Ef ekki tekst meö þessu aö fá afrás úr antrum, má gera punctur i meatus inf., og skola meö antisept. vökvum. Skuröaögerö á ennisholum: Eesection á framparti con;chæ med. og skolun á holunni. Ef þetta þykir ckki tiltækilegt, eöa reynist ónógt. má opna ennisholur í reg. supraorbi- talis. Höf. telur stundum nauösyn á o])erat. viö ethmoiditis, en lýsir því ekki frekar. Mjög lauslega er drepiö á local ljóslækning, sem sér- fræöingar þó'eru mjög farnir aö nota, með góðum árangri. G. Cl. Dr. E. Poulsson, Oslo: The properties, use and abuse of cocaine. 'J’he \Vrorld’s liealth, monthly rev. of the League of R. Cr. Soc., Dec. '26. Bls. 470—478. íslenskir læknar kannast viö höf. kenslubókarinnar í lyfjafræði, próf. Poulsson. Hann hefir nýveriö Hirt eftirfarandi grein. i tilefni af hinni stórkostlegu cocain-nautn, sem á sér stað víöa um lönd, einkum eftir heimsófriöinn mikla. Evrópumenn kyntust fyrst plöntunni E r y t h r o x y 1 o n ,c o c a, þeg- ar Spánverjinn Pizarro vann Perú-ríkiö i Suöur-Ameríku, 1532. Blöö- in af þessari plöritu eru enn í dag notuö til nautnar af þarlendum mönn- um. Venjulega eru þau tuggin, en stundum drukkiö af þeim seyöi; meö þessu sefast hungurkend, þreyttir menn hressast og þunglyndir glevma í svip raunum sínum. Þetta eru áhrif cocains í bloÖunum. Altítt er, aö Perú-menn tyggi 30—40 gr. af blöðum á dag, og má áætla, aö i þeim séu 15—20 ctgr. cocains. Þykir þetta hófsemi. Sumir neyta þannig cocains frá barnsaldri og fram á efri ár. án þess að bíöa verulegt tjón á líkams- eða sálarkröftum. Þeir, sem neyta cocains ,.i óliófi“ tyggja 300—400 gr. af blöðunum á dag. og fá þeir öll einkenni cocain-eitrunar. Samkv. síðustu skýrslum er neytt 16 miljóna kgr. af coca-blööum á ári í Perú og Bólivíu. Ervthroxylon c o c a er runnur, nokkur fet á hæö ; blöðin græn. blómin gúl, en ávöxturinn rauður; þrífst i heitum löndum, 650—1650 metra yfir sjávarmál. Blaðuppskera fæst 3—4 sinnum á ári. Öll upp- skeran í S.-Ameríku er 20—40 milj. kgr. á ári. Plantan hefir verið flutt til Indlands, Java og Sumatra, og er nú ræktuö þar í stórum stýl. Á Java eru framleidd rúm 11 þús. kgr. af cocaini á ári. Á árunum 1860—65 tókst efnafræöingunum Niemann og Lössen aö finna og einangra cocain í blööunum. Þaö telst til alkaloida. Var fljótlega tekið að nota það til staðdeyíinga, og lýsir höf. þvi nánar. Nokk- ur slæðingur hefir að jafnaöi veriö af co.cainistum, en síðustu 8—10 áriu hefir þeirn fjölgaö stórkostlega. Til samanburöar lýsir höt'. áhrifum áfengra og æsandi efna. Ekki er þörf á að taka hér upp lýsingu á hinurii alkunnu áhrifum alkohols. Víndrukknir menn eru venjulega hávaöasamir, en ópíumsneytendur og morfinistar hafa hægra um sig, og vilja helst njóta sælunnar i friöi. Þeir gera ekki óskunda á götum úti, sem drukknir menn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.