Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1930, Síða 17

Læknablaðið - 01.01.1930, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ ii Fatalúsin er dálítið stærri en höfuðlúsin. Hún verpir eggjum sínum, nit- inni, á þræði í nærfötunum, einkum nálægt saumum, og á líkhárin. Höfuð- lúsin verpir á höfuðhárin, nálægt húðinni. Utan um eggin, nitina, er lím- kent lag, sem festir þau á hárin. Lýsnar lifa um 50 daga. Þær auKa kyn sitt mjög ört. Þær verpa 50—100 eggjum. Þau ungast út á 8—10 dögum. Lýsn- ar eru talsvert lifseigar, þola vel frost, einkum nitin, en ver hita. Sum lyf þola þær illa, t. d. Cuprex. Yfirleitt er nitin miklu lífseigari en lúsin sjálf. Þá er komið að merkasta atriðinu í þessu sambandi, en það er útrýming lúsa. Vaknar þá fyrst sú spurning, hvort hún sé nau'ðsynleg. Því svörum við hikljaust játandi. Liggja til þess að minsta kosti tvenn rök. Af því sem að framan er sagt, sést, að lúsin getur flutt mönnum hættulega sjúkdóma, sem skylt er og lögskipað að vernda almenning fyrir, eftir mætti. Að því leyti er útrýmingin góð og sjálfsögð sóttvarnarráðstöfun. Hins vegar er hún menningaratriði. Við getum tvimælalaust sagt, að lúsugt fólk standi á lágu menningarstigi, og að útrýming lúsa hjá því, hækki það smámsaman um allmörg þrep í menningarstiganum. Því líður betur, bæði andlega og líkamlega. Það er lærdómsrikt, að athuga hvernig Englendingar líta á það mál. Eg set hér tvær klausur þessu viðvíkjandi, úr hinni merku ensku heilsu- fræði: Parkes and Kcnwood: Hygicnc and Public Health. Önnur er um ástand lúsugra skólabarna, hin um nauðsyn og gagn lúsahreinsunar: „Þeg- ar lús og nit er í hári barnanna, eru þau oftast föl, óhrein, aumingjaleg og þrífast illa.“ Um lúsahreinsunina stendur: „Það er tæpast hægt að lofa um of starf þetta, og það góðverk, sem skólahjúkrunarkonur vinna í þágu lúsugra barna; því lús er ekki einungis hættuleg og siðspillandi, heldur ræn- ir hún börnin hvild og svefni, og gerir mörg þeirra sálarlega óhæf til að verða fyrir menningaráhrifum." í raun og veru þarf ekki nema einfalt hreinlæti, til þess að halda fólki lúsalausu. Bað eða þvottur á öllum likamanum tvisvar á mánuði. Skifting nærfata vikulega og á rúmfötum tvisvar á mánuði. Kembing á höfuðhári annanhvern dag. En þar sem vitanlegt er, að misbrestur vill verða á þessu, er gott til þess að vita, að við höfum örugg og einföld ráð til þess að losna við lúsina. Erlendis eru til sérstakar lúsahreinsunarstöðvar. Engin slík stofnun er til hér á landi. Það væri þó full þörf á því, einkum í Reykja- vík. Út um sveitir er vafasamt gagn að slikri stofnun. Eg lít svo á, að yfir- leitt verði ekki verulegt gagn aö lúsahreinsun, nema heimilin taki hana að sér. Það er auðskilið mál, að gagnslaust er að hreinsa sjúkling á lúsahreins- unarstöð og senda hann svo inn á lúsugt heimili. Einasta leiðin er þá sú, að senda alt heimilið til hreinsunar. Mörg lyf hafa verið notuð til að útrýma lús, og sé eg ekki ástæðu til þess að fara mörgum orðum um þau hér. Þegar eitt gott lyf finst viö einhveij- um sjúkdómi, er venjan sú, að þau lyf, sem notuð hafa verið, hverfi úr sögunni. Þannig er það með lúsameðulin. Siðan farið var að nota cuprex, heyrist varla minst á önnur lúsalyf. Cuprex er, eins og kunnugt er, fundið upp fyrir nokkrum árum, og hefir talsvert verið notað, sem lúsameðal hér á lancli, en ekki nóg. Af því flytjast 2 tegundir, önnur græn, en hin litar- laus, og er betra að nota þá litarlausu á ljóst hár. Það er taliö óbrigðult aö drepa ekki einungis lúsina, heldur og nitina. Má nota það við allar tegundir lúsa, ennfremur við dýralýs, flær og veggjalýs. Það er svo að segja óeitrað. Fæst í öllum lyfjabúðum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.