Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1930, Side 21

Læknablaðið - 01.01.1930, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ dcnström (meS 146 óp.). Þar varÖ mikill meiningamunur. Frölich (Nancy) og Calot voru mest mótfallnir Albcc-aÖgerð. NiðurstaÖa Calots vakti mikla eftirtekt og hljóðaði þannig: „1. L’osteosynthése, seule, est impuissante á maintenir la correction des gibbosités; 2. elle n’abrége pas la durée du traitement; 3. la mortalité est plus élevée chez les malades traités par la methode sanglante; 4. elle n’a aucune influence sur l'evolution des abscés et de la paraplegie.“ í ræðulok gerði Calot þó dálitla tilslökun í dómi sínum, þ. e. a. s. þegar gripið er til A/ócc-aðgerðar við langvinna, hægfara (latent) spondylita á fullorðnum á 3.—4. ári sjúkdómsins ;í stuttu máli sagt, þegar hún kemur „comme les vaillants aprés la bataille gagnée au secours du vainqueur.“ Sjálfur segist Sinding-Larsen aldrei hafa gert Albec-óp. 1 Noregi hefir aðeins einn hinna nafnkendari lækna gert hana alloft, en Itann cr hœttur viö hana aftur. \ S.-L. heldur, að stöku sinnum megi máske stytta umbúðatímann eitthvað með aðgerðinni, þegar um lumbal-spondylitis er að ræða. Annars vill hann samkvæmt reynslu sinríi með ambulant umbúðameðferð taka undir með Calot um ,,þá vösku menn, sem koma sigurvegaranum til liðs eftir unninn bardagann." Hann endar bréf sitt með því að segja frá uppátæki yfirlæknanna við tvo helstu strandspítalana norsku, að þeir eru hættir aö nota umb. við spondylitissjúkl. (börn sem fullorðna), heldur nota aðeins sól og rúmlegu og ljósböð allan tíniann, þar til annaðhvort fæst full heilsa og vinnuþrek eða sjúkl. hníga til moldar. Þetta þykir S.-L. glæfraleg aðferð, og spáir henni ekki löngum aldri. -—• Hver veit? Enskum læknum hefir gefist hún vel. Það sá eg einkum i Alton hjá Sir Hcnry Gouvain. Skal eg svo ekki fjölyrða frekar um Albcc að þessu sinni, en get máske síðar lagt orð í belg á ný. Eins og eg hefi sannfærst um sjálfur, er Albee-óperation vandalaus, og eg hefi oft hugsað, aö gaman væri aS geta gripiS oft til hennar, til gagns sjúklingum, en nú í síSustu tvö ár hefir ekkert tilfelli af þeim mörgu spondylitis-sjúklingum, sem eg hefi haft til meðferðar, komið til mála sem hafandi þörf fyrir þá aðgerð. Vist er um það, að óp. er „dramatique“, eins og Calot kemst að orði. Þess vegna getur ungum kírúrgum komið vel að grípa til hennar á tiltölulega hraustum sjúkl., sem hún tæplega vinnur mein. Stgr. Matth. Embættanefndin. (Eftirfarandi grein, eftir cand. juris Pétur Hafstcin og cand. juris Torfa Hjartarson, birtist í blaðinu Heimdallur þann 29. mars s. 1.; er endurprentuð hér með leyfi höfundanna.) Þegar embætti er slegið upp til untsóknar, þá er það ekki veitingavalds- ins að ákveða, hverjir um embættið sækja. Það er á valdi umsækjendanna sjálfra. Það að sækja um embætti, getur verið skilyrSi til þess aS fáþaS, en

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.