Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1930, Síða 22

Læknablaðið - 01.01.1930, Síða 22
i6 LÆKNABLAÐIÐ aö íslenskum lög'um hvílir engin skylda á nokkrum manni til aö sækjaum c-mhætti, þó aö því sé slegiö upp. Menn mega sækja, oggeta gert þaö, ef þeir vilja; þeir geta sótt um embættið sjálfir og látið aðra sækja um það fyrir sig. Þeim er í sjálfsvald sett, hvort þeir taka sjálfir skilyrðislausa ákvörð- un um að sækja um embættið, eða hvort þeir láta aðra ráða því fyrir sig að meira eða minna levti, hvort þeir sækja eöa ekki. Hinsvegar er það ekki umsækjendanna að ákveða, hver þeirra fær embættið eða hvort nokkur þeirra fær það. Það er veitingavaldsins að velja á milli umsækjendanna, velja einn þeirra eða hafna öllum. Hinsvegar getur veitingavaldið engan í embætti skipað annan en þann, sem endanlega hefir gefið kost á sér i embættið. Hafi einhver hugsað sér að sækja um emhætti, en hætt viö það af eigin hvötum eða fyrir annara fortölur, getur veitingavaldið ekki skipað hann. Það er þó ekki nauðsynlegt skilyrði til þess að maður verði skipaður í embætti, að hann hafi formlega sótt um það; hitt getur verið nóg, að hann taki viö skipun af fúsum vilja. Að þetta er rétt, að enginn verður látinn taka við embætti, nema hann sé til þess fús, sést greinilega á ]6. gr. stjórnarskrárinnar, sem segir: „Kon- ungur getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, þó svo, að þeir missi einskis í af embættistekjum og að þeim sé gefinn kostur á að kjósa um, hvort þeir vilji heldur embættaskiftin eða þá lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk." Af því, sem nú hefir verið sagt, er það ljóst, að ekkert er því til íyrir- stöðu, að tveir menti eöa fleiri komi sér saman um að draga sig í hlé hver fyrir öðrum, að þvi er snertir umsóknir um embætti. Ekkert er því heldur til fyrirstöðu, að þeir komi sér saman um að leggja það undir úrskurð þriðja manns, hver þeirra skuli sækja um emhætti hverju sinni. Engum mundi detta í hug, að það væri ólögmætt eða að með því væri gengið inn á valdsviö veitingavaldsins, ])ó að þrír menn yrðu ásáttir um að fá um- sóknir sínar um embætti í hendur tilteknum manni og láta hann skera úr um það, hvort ein þeirra, tvær eða allar skuli ganga til veitingavaldsins sem endanleg umsókn, og hinar þá ekki koma til greina. Ætti það að vera öllum ljóst, að enginn er eðlismunur á verknaði þeirra, er svo semdu sin á milli, hvort þeir væru fleiri eða færri, hvort þeir væru fáir einstakling- ar eða heilt félag manna. Veitingavaldinu er með þessu enginn óréttur ger. Það getur eftir sem áður valið á milli allra ]>eirra, sem endanlega sækja um embættið. Upp á siðkastið hefir mönnúm orðið talsvert tíðrætt um hið svonefnda læknamál. Það er þannig vaxið, að s.l. sumar gerði Læknafélagið þá samþykt, að allir félagsmenn skyldu senda umsóknir sinar um stöður og emhætti til nefndar, er það kysi, til þess að ákveða, hverjar þeirra skyldu fara til veitingavaldsins. Unr líkt leyti og þetta gerðist, var héraðslæknisembættið í Keflavik auglýst laust til umsóknar. j8 læknar lögðu það undir úrskurð nefndarinnar, hvort þeir skyldu sækja um embættið, og ákvað nefndin, að einn ])eirra, Jónas læknir Kristjánsson, skyldi sækja, og sendi umsókn hans til veitingavaldsins. Auk þessarar umsóknar barst dómsmálaráðuneyt- inu umsókn frá mönnum, er sóttu um embættið fyrir Sigvalda lækni Kalda- lóns i Flatey, er þá var staddur erlendis, að vísu án umboðs og að áskild- um rétti Sigvalda til að halda Flateyjarhéraði, ef hann vildi. Er Sigvakli

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.