Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1930, Side 24

Læknablaðið - 01.01.1930, Side 24
i8 LÆKNABLAÐIÐ aÖ öllum. Auk þess má og minna á heimikl þá, er veitingavaldinu er sett meÖ 3. mgr. 16. gr. stjskr., sem prentuÖ er hér aft framan. VeitingavaldiÖ heldur öllu valdi sinu óskertu, þrátt fyrir samtök læknanna, og læknarnir hafa enga tilraun gert til að svifta það eða taka sér nokkurn ])átt þess, hvorki raunverulega né formlega. Verður ekki séö, að verknaöur læknanna í ]>essu máli geti á nokkurn hátt fallið undir 108. gr. hegningarlaganna. Þá verður ]>að heldur ekki séð, hvernig þessi læknasamtök geta veitt ástæöu til að leysa Læknafélagið upp, samkv. 69. gr. stjórnarskrárinnar, sem ólög- legt. Þessi niðurstaða lireytist ekki við það, þó að Læknafélagið leggi ákveð- in viðurlög við brotum á löglega gerðum samþyktum sínurii eða láti boö út ganga um þær. Ýmislegt fleira mun vera athugavert við skýrslu rannsóknardómarans í Timanum og skal hér vikið að nokkrum atriðum. Rannsóknardómarinn segir, að Sigvaldi læknir Kaldalóns hafi aldrei lagt samþykki sitt. á embættaneindarkosninguna né valdsvið hennar. Við þetta er það að athuga, að í fyrsta lagi var Sigvaldi, sem félagi i Læknafélaginu, bundinn við löglega gerðar samþyktir þess, meöan hann ekki sagði sig lög- lega úr félaginu. í öðru lagi félst hann á ákvarðanir Læknafélagsins, er hon- um voru tilkyntar þær. Má og sjá það á því, að þegar Læknafélagið sendi honum skeyti til Kaupmannahafnar um kosningu nefndarinnar, og tilmæli um að afturkalla umsóknina um Keflavíkurhérað, þá svaraði hann Lækna- félaginu því, að hann hefði þegar afturkallað umsóknina af öðrum ástæðum. Hefði hann naumast orðaö þetta svar sitt þannig, ef hann hefði ekki fallist á ákvarðanir félagsins. Rannsóknardómarinn segir, að Kaldalóns hafi aldrei svarað Jiessu fyrsta skevti félagsins, en ]>að er algerlega rangt. Hann svar- aði því þegar á þann hátt, sem nú var sagt. Ennfremur mun. Kaldalóns hafa hafnað veitin'gunni fyrir Keflavíkurhéraði fyrir tilmæli Læknafélagsins, og sýnist í ])ví liggja fult samþykki á ákvörðunum félagsins. Rannsóknardómarinn telur, að Kaldalóns hafi mist Flateyjarhérað, er hon- um var veitt Keflavikurhérað. Nú er það vitað, að sótt var um Keflavíkur- hérað fyrir Sigv. Kaldalóns án umboös frá honum, og án vitundar hans og vilja. Ætti maður, sem veitt væri embætti eftir slikri umsókn, að missa fyrra embætti sitt við veitinguna, ])á væri þverbrotin 3. mgr. 16. gr. stjórn- arskrárinnar, sem ])rentuð er hér að framan. X’irðist og svo, sem stjórnin hafi litið svo á, er Kaldalóns að lokum lét tilleiðast að taka við embættinu, að þar væri urn flutning á milli embætta að ræða samkv. nefndri grein, því að stjórnin mun þá hafa heitið honum fríöindum nokkrum til að uppfylla skilyrði greinarinnar, enda þótt stjórnin hafi i fyrstu og siðan annað veifið látið svo sem S. K. hafi þegar við veitinguna 28. okt. mist Flateyjarhérað. Sýnist rannsóknardómarinn þess vegna hafa hér á röngu að standa. Þess skal að lokum getið, að það ntá kalla furðu undarlegt, að nokkur ráðherra skuli leyfa sér aö birta í pólitísku blaði skýrslu um rannsókn rnáls, sent enn er ekki til lykta leitt. — og verður sennilega aldrei —, þar sem það er látið í veðri vaka, ])ó með litlum rökum og mjög vafasömum, að fjöldi manna sé brotlegur við hegningarlög landsins. Er þetta því frernur óviðurkvæmilegt, þar sem hér eiga hlut að máli jafn ágætir menn og íslensk- ir læknar, sem eru alls annars ntaklegir af heilbrigðismálaráðherra ríkisins. P. H., T. H.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.