Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1930, Síða 29

Læknablaðið - 01.01.1930, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 23 hefir geysaÖ þar. Nú hefir hann, eins og kunnugt er, mikla kenslu á hendi viÖ Háskólann, og kemur sér afarilla aÖ missa hann frá henni, því vart geta aðrir gengið þar i hans stað. Kindurnar voru í ])etta sinn látnar ganga fyrir mönnunum, en próf. Guðm. Thoroddsen heldur uppi kenslu Dungals eftir föngutn. Sýnir þetta, auk margs annars, hve nauðsynlegt þaÖ er, að fastur aðstoðarmaÖur sé viö Rannsóknarstofuna. — Annars hefir ]tað frétst frá Dungal, að hann starfar aÖ rannsóknunutn á Kleppjárnsreykjum, og rekur þær með atorku. Hefir hann þar 30 kindur til tilrauna, hefir fundiö sýkilinn, sem veldur veikinni og vinnur nú að því að finna bóluefni gegn henni. Hefir hann von um að sér takist það. Væri þá mikið happaverk unnið, ])ví veikin hefir reynst hinn mesti vogestur. Til ]>ess að draga úr kostnaÖi við rannsóknirnar, hélt hann fund með hreppstjórum í sýslunni og féllust ]>eir á aö hver hreppur legði til nokkrar kindur, til nauðsynlegra tilrauna. Krabbameinsrannsókn. Læknar í Westmorland á Englandi hafa undir forustu dr. L. Sambons, sem heimsótti oss fyrir nokkrum árum, rannsak- aÖ krabbamein í héraðinu svo langt, sem skýrslur náðu, en það var hátt upp í 100 ár. Sagt er, að það hafi komiÖ í ljós við rannsóknina, að mikið væri um krabbamein i sumum sveitum eða sveitaþorpum, en litið eða ekkert í öðrum. Þykir dr. Sambon þetta henda á að sýklar valdi veikinni, þó fæstir trúi nú á þá kenningu. — Það væri ef til vill ástæða til að veita því eftir- tekt, hvort þessu sé þannig háttað hér á landi, að krabbamein séu tíð í sunmm sveitum, en engin í öðrum. Sérstaklega kynnu eldri læknar að vita eitthvað um þetta meÖ vissu, og væri þá rétt að geta þess i Lbl. eða árs- skýrslu. F r é 11 i r. Embætti. Flateyjarhérað hefir enn eigi verið auglýst laust til umsóknar. Héraðshúar læknislausir síðan hr. Sigv. Kaldalóns var skipaður í Kefla- vikurhérað. Embættispróf. Þessir kandídatar luku embættisprófi við Háskólann í febr. s.l.: Jón Karlsson Bjarnasonar prentara, eink. 122ýá stig. Jón Stcffcn- sen, Vald. St. læknis, Akureyri, eink. 184^ st. Stcfán Guðnason Jónssonar, kaupm. frá Vopnaf., eink. 1621/; st. — Vcrkcfni í skriflega prófinu: Lvf- læknisfræði: Orsakir uppsölu og greining ])eirra. Handlæknisfræði: Chole- lithiasis, einkenni, greining og meðferð. Réttarlæknisfræði: Lýsið druknun og þeim einkennum, sem bent geta á, að um druknun sé að ræða. Doktors-nafnbót. Háskóli Kaupmannahafnar hefir tekið gilt til doktors- prófs rit eftir cand. med. Skúla V. Guðjónsson; titill ritsins er: „Experi- ments on Vitamin A Deficiency in rats and the quantitative determination of vitamin A“. Doktorsprófið fer fram þ. 10. apríl 11. k. Heiðursmerki. Eyrv. héraðslæknir Þorgrímur Þórðarson í Keflavik, hefir verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. VarS sjötugur 17. des. s.l.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.