Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1930, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.05.1930, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 59 eftir því hvort liðurinn getur veriö i o-stdlingum eða er fixeraöur í ab- eða adduction. Til að meta ab- og adductions-hreyfinguna í injaðmarlið stendur mað- ur v e i k u m e g i n, tekur með satnnefndri hendi undir crus og lyftir lítið eitt, hampar fætinum eins og maður vildi vega hann í hendi sér, og ab- og adducerar jafnframt litið eitt. Þegar sjúklingurinn hefir slappað vöðvana er hin höndin lögð á gagnstæða spina til að fixera pelvis, og síðan ab- og adducerað þangað til pelvis hreyfist með (normalt ca. 45— óo° í hvora átt). Rétting í mjaðmarlið (sjúkl. í sömu stellingum). Til að vera viss um að liðurinn geti komið í o-stellingar verður columna lumbalis að nema við bekkinn, eða því sem næst. Maður stendur heilu megin, bej’gir í heilu mjöðminni að maxim- um, og leggst með nokkrum þunga á fótinn í þeim stellingum; stingur hendinni undir lendar sjúklingsins til að vita hvort þær séu réttar. Nú á femur veika megin að geta nurnið við bekkinn, annars getur liðurinn ekki réttst til fulls. Beyging mjaðmarliðs. (Sjúklingurinn í sömu stellingum) : Mjaðmar- grindin er nú fixeruð á þann hátt að femur heilu megin er þrýst niður á bekkinn meöan beygt er í veika mjaðmarliðnum. Hnéð á að geta nurnið við bringspalir. Rótation í mjaðmarlið. Sjúklingurinn liggur á grúfu. Maður stendur heilu megin, tekur með samnefndri hendi um mjóalegg veika fótar- ins og vinkilbeygir í hné, en framhlið Iærsins hvílir á bekknum', hin hendin hvílir á os sa'crum. Fóturinn er nú hneyfður til hliðanna þangað til hend- in á os sacrum finnur að grindin hreyfist með. Eðlileg rotat. ca. 450 til beggja hliða. Höfuðatriðið við rannsókn á hreyfing í liðamótum er að fá sjúkling- inn til að slaka á vöðvum. Við superlatio og nervositas getur oft verið afarerfitt að greina á milli vöðvasamdráttar og eiginlegrar hindrunar í sjálfum liðnum. Það yrði of langt mál, að skrifa ítarlega um alla sjúkdómana, sem' nefnd- ir eru í flokkuninni hér að framan; eg ætla því aðeins að lýsa stuttlega greiningu og meðferð algengustu gigtartegundanna. Til að sýna, hversu tíðar rangar greiningar eru, og hversu margt getur kornið þar til greina, ætla eg að tilfæra hér brot úr skýrslu frá Landes- versicherungsanstalt, Westfalen.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.