Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1930, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.05.1930, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ B7 sé. Um hátíðir þykist ætíö fjöldi samlagsmanna veikur, til þess að geta lengt helgina. Sjúkl. snatta læknunum miskunarlaust. Eitt- sinn íór dr. H a m m e r io km. leið til manns, sem hafði einfalda tannpínu. Hann nefnir dæmi um, a'ö sjúkl. geri orö um heimsókn, en sé svo allur á burtu þegar læknirinn kemur. Eitt sinn þurfti dr. H. aö fara í sjúkravitjun 2 stunda ferö, að kveldi til; þaö sem sjúkl. vildi lækninum var þá aö fá ávísað sjúkravíni. Samlagslæknarnir veröa að nota ákveöin lyf og samsetningar þeirra. Samlagiö lætur strax lækninn sjálfan greiöa lyfiö, ef hið minsta er brugðið frá formúlunum. Lika á samlagiö til aö neyða lækninn til að greiða lyf sjúklingsins, ef þeim herrum finst læknirinn hafa ávisaö óþarflega oft sama lyfinu, eöa valið of mikinn eöa of lítinn skamt! Stundum neitar sam- lagiö að borga, vegna þess að læknisskoðunin hafi ekki verið nógu ná- kvæm, en i öðrum tilfellum vegna þess að rannsókn hafi verið óþörf! Hver samlagslæknir neyðist til að taka að sér svo marga meðlimi, að engin leið er til að hann geti stundaö þá. Dr. H a m m e r hyggur að besta fyrirkomulag sjúkrasamlaga sé i Danmörku, og mælir með, að Þjóðverjar taki sér Danj til fyrirmyndar. Svo mikið óorð er komið á rikistryggingar úti um Evrópu, að stjórnir og ]>ing taka að kippa að sér hendinni. Finnar hafa t. d. ekki treyst sér að leggja út i þetta fyrirkomulag. Höf. vitnar í orð próf. W e i s s, við háskólann í Strasslnirg er lét svo um mælt i Académie de Médécine: „L’Assurance sociale constitue un des facteurs de dépravation des plus fuissants qui aient jantais été inventés". G. Cl. G. H. Monrad-Krohn: The clinical examination of the nervous system, 5. útg., Lewe’s & Co., London 1930. 222 síður, 8vo, verð 7/6 sh. Fimta enska útgáfa af leiðarvísi próf. Monrads-Krohn er nýkomin út. Auk þess sem liann hefir 4 sinnum áður komið út á ensku, hefir hann einnig komið út á norsku og frönsku. Má þegar ])ar af nokkuð marka vinsældir bókarinnar, ])ví á sviði þar sem jafnmargar handbækur og leið- arvísar eru til eins og í neurologi, kemur aðeins sú bók oft út, sem eitthvað verulega er gott við. Bókin er stutt, skýr og ákveðin. Tekur upp þær aðferðir, sem praktiska þýðingu hafa og notaðar eru daglega í klinik höfundarins; undirstrikar þá grundvallarreglu að hugsa ekki í kenslubókarlýsingum á sjúkdómum, heldur natho-fysiologiskt, og að flýta sér ekki að diagnostisera fyrr en eftir nákvæma og fullkomna rannsókn á öllum sjúkdómseinkennum. Eg skora á íslenska lækna að útvega sér bókina. Hún er lykill að þekk- ingarsviði, sem annars vill verða útundan hjá mönnum, en sem engan iðr- ar að skygnast inn á. H. T.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.