Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1930, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.05.1930, Blaðsíða 24
70 LÆKNABLAÐIÐ fæöa, bló'ðaukandi meðul, og- að því er viðvíkur polyarthr. endocrina, org- anpræparöt (ovaria, thyreoidin), mæling hita og blóðsökks og e. t. v. rúm- lega. Vandlega skal leita að focus (aðallega tonsill. og tennur), og lækna hann. (Sbr. það, sem áður er sagt um focalsmit.). Antineuralgica (magnyl, aspirin, pvramidon, gelonida antineuralgica, antipyrin. salipyrin, atophan, atophanyl o. s. frv.) verður að gefa vikum eða mánuðum1 saman, aðallega til að deyfa verki í liðunum, en einnig sem specificum, og verka salicylpræparöt vel á sec. og subacut arthritis. — „Schmerzen stillen heizt auch gleichzeit Entzúndung bekámpfen" (Wein- traud). Næsti áfangi er að ákveða hvenær byrja megi activa meðferð, en til þess þarf sjúklingurinn að vera hitalaus*, í góðum holdum, hæmoglobin ekki mjög lágt og blóðsökk ekki hátt. Kemur þá til greina reactionstherapia, univérsel eða local, og mekanotherapia (lokalt). Universal reaction er hægt að vekja með protein dælingum, vaccine**, kemisku liósi (sólar-, kolboga- og kvartsljósi) og allskonar hita (böðum, heitu lofti, glóðarljósi og diathermi). Localreaction má vekja, ef sömu aðferðum (að undanskildri protein- og vaccinetherapi) er beitt localt; ennfremur með massage og passivum og activum hreyfingum í liðnum (mekanotherapi). Alment ástand sjúklingsins verður að vera mælikvarði þess, hvort nota megi activa meðferð; og eins verður ástand hvers liðar fvrir sig ætíð að vera mælikvarði um local nieðferð. Hör-undshitinn er öruggasta einkennið; sé hann hækkaður, og miklir*** verkir, er a 11 s k o n a r mekanotheerapia o g ö f 1 u g 1 o;cal reactionstherapia óviðeigandi. Ber hér auðvitað æm ætið endranær að forðast áreynslu og erting þar, sem um (acuta) bólgu er að ræða. Ef um einstakan lið eða liði á sama útlim er að ræða, er immobilisation besta ráðið. Gerðar eru (amovibel) sterkju umbúðir, sem sjúklingurinn getur gengið með, en hægt er að taka af t. d. einu sinni á sólarhring. og eru þá liðamótin hreyfð gætilega, og vöðvarnir nuddaðir. Sérfræðingar í gigtarsjúkdómum víðsvegar um heim beriast nú fyrir að reist verði hæli fvrir sjúklinga með króniska liðasfigt. Ætti þar fyrst og fremst að leggja áherslu á áðurnefnda almenna meðferð, en einnig hafa útbúnað til þess að nota við fvsiska meðferð. er við þætti eiga. Hæli þessi gætu jafnframt verið rannsóknarstöðvar, til að skera úr um greiningar þær, sem örðugleikar eru á, og ákveða meðferð. Með fyrirkomulagi því, sem nú er. eiga sjúklingar þessir hvergi heima i byriun, þeir eru venjulega ekki svo áberandi veikir, að nauðsyn þyki iiera til að leggja þá á spítala. og altaf eru nógir með acuta sjúkdóma, sem sitja verða fvrir. Gigtarsjúklingar verða því, eins og að framan er sagt, * Við liðagigt með langvarandi lágnm (subfebril) hita, sem ekki lætur undan áður- nefndri meðferð, má reyna pnotein therapi. ** Með því að ekki er til specifict bóluefni við gigt, verður að álíta að bóiusetning verki sem „Reizkörpertherapia". *** Ekki má leggja árar í bát þótt sjúklingurinn liafi einhverja verki og sársuka við hreyfingu; yrði þá ekki altaf mikið úr mekanotberapi, ef fara ætti eftir til- finningum sjúklingsins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.