Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1930, Page 5

Læknablaðið - 01.07.1930, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 91 til þess að fá hann til aÖ standa viÖ or'ð sín, en árangurslaust. Yar þetta þeim mun vítaverðara sem hr. L. J. hafði við ýmsa látið uppi líkt álit á dómsmálaráðherra vorum eins og dr. H. T. Flestir munu líta svo á, að þessar embættisskipanir séu óverjandi hneyksli og sjálfsagt að víta þær. Þá er það ekki minna alvörumál, að ágætlega hæfum manni, sem stendur prýðilega í stöðu sinni, er vísað burtu fyrir- varalaust ■— af persónulegum ástæðum. Allir hljóta að sjá hvert slíkt at- hæfi leiðir. Eg tel það hörmulegt, ef dr. H. T. verður nú aS flytja af landi burt og stórtjón fyrir landið. Sama munu flestir læknar segja. Hr. Sigv. Kaldalóns og hr. Lárus Jónsson hafa verið gerðir rækir úr félaginu. í þessum viðskiftum öllum hafa bæði læknar og landsstjórn farið hall- oka. Samtök vor hafa að visu reynst öflug, en þó ekki svo að einhver fáist ekki fyrir fé, til þess að rjúfa þau og svíkja félaga sina. Hinsvegar hefir stjórnin neyðst til þess að skipa emljættin óhæfum mönnum, þó ekki sé það til þess að afla henni fylgis og frama, og svo mikinn beyg sýnist hún hafa af Læknafélaginu, að hún ]>orir ekki að auglýsa embættin en reynir til þess að makka við einstaka lækna, bak við tjöldin. Út úr þessu verður, að almenningur fær óhæfa eða lélega lækna i stað þess sem til var ætlast, að hann fengi góða. Er þetta illa farið, en stjórninni einni um að kenna, því að ekki mun standa á læknum, ef vilji væri til ])ess að bæta ástandið. Sakamálarannsókn höfðaði landsstjórnin gegn stjórn Læknafélagsins og nokkrum öörum læknum út af afskiftum fél. af veitingamálinu, og fékk til þess sérstakt konungsleyfi. Sá hefir orðið helstur árangur hennar að sanna ótvírætt, að læknar höfðu ekkert ólöglegt aðhafst og að rannsóknin var með öllu ástæðulaus. I sambandi við öll þessi tiðindi má geta þess, að stjórn Læknafél. hafði komið til hugar, að ef til vill mætti l>rúa yfir allar deilur milli Læknafél. og landsstjórnarinnar með því stofna heilbrigðisráð, og leggja landlæknis- embættið og embættanefndina niður. Fengi landsstjórnin þá öllu traustari ráðunaut í heilbrigðismálum, en verið hefir, og vildi hún fara að hans ráð- um myndu læknar geta fallist á það skipulag. Mátti báðum vera þetta van- sæmdarlaust. Formaður samdi ]>á frv. til laga um þetta efni og bar það undir dóm forsætisráðherra og fáeinna þingmanna úr hans flokki. Var gert ráð fyrir 3 mönnum í ráðinu: einum sem Læknadeildin nefndi til, einum sem Læknafél. íslands kysi, en fyrir stjórnarinnar hönd skyldi núverandi landlæknir gerður formaður ráðsins og hafa framkvæmdir á hendi. Ekki fékk þessi vel meinta tillaga neinn byr og var ]:iá útséð um málið á síðasta þingi. Var þetta að minni ætlun óhyggilega ráðið, því að skipun heilbrigðis- mála vorra er að ýmsu leyti úrelt, og frv. var viðunandi sáttavegur fyrir báða aðilja. Um þessar ýmsu deilur Læknafél. við landsstjórnina hefir margt verið ritað. Hefir formaður, ritstj. Læknabl., hr. Árni Árnason o. fl. tekið svari lækna. Hinsvegar hefir hr. Páll Kolka framar öllum öðrum haldið uppi svörum og sókn i Kleppsmálinu. Er skylt að geta þess og þakka það, þó að sjálft geðveikismálið sé félaginu óviðkomandi, því að þar hefir góður félagi vor orðið fyrir órétti og ofsókn. Þá hefir formaður tekið svari lækna, er hr. Baldvin Baldvinsson skrifaði um taxta þeirra. Var grein formanns vel tekið og sanngjarnlega af almenn- ingi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.