Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1930, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.07.1930, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 107 49% hjá óbólusetta flokknum. Einnig kemur þa8 til greina, að hlutar hinna bólusettu liarna var einangraður, venjulega 1 mánuð eða lengur. Þeir segjast munu halda áfram bólusetningartilraununum, en subcutant eða intracutant, enda virðast þá meiri líkindi til immunitets, eins og tuber- kulinreakt. bendir á. A Norðurlöndum hefir bólusetningin langmest verið reynd í Noregi, sér- staklega á fullorðnu fólki, og þá vitanlega subcutant eða intracutant, ])ví öllum kemur saman um, að tilgangslaust sé að liólusetja fullorðna menn peroralt. Heimbeck hefir bólusett hjúkrunarkonur á Ullevál spítala i Osló og fleira fólk. Hann hefir undanfarin ár gert Pirquet-prófun á hjúkrunar- nemum, sem komu til spítalans og hefir komist að þeirri niðurstöðu, að þær sem voru Pirquet, sýktust af berklaveiki miklu íremur en þær, sem voru -f- Pirquet. Nú hefir hann bólusett þær hjúkrunarkonur sem sýndu -t- Pir- quet, og finnur að þær smitast miklu sjaldnar en áður. Haralci Wcstcrgaard hefir ritað smágrein utn reynslu Heimbeck’s og bendir á, hvernig auðveld- ast sé að setja tölurnar upp hagfræðilega og heldur því fram, að það sé „overvældende Sandsynlighed for at Vaccinationen virker beskyttende“, sam- kvæmt þessum tölum. Schecl, Schults og Skaar hafa i Trysil í Noregi, 1927—1929 bólusett 1079 börn og fullorðna með -f- Pirquet, og til samanburðar athugað 171 óbólusetta með h- Pirquet. Af hinum bólusettu telja þeir að aðeins 3, þ. e. 2,8%c hafi sýkst eftir bólusetninguna: 2 fengu erythema nodosutn og 1 brjósthimnubólgu). Til samanburðar má geta ]iess, að einnig sýktust 3, þ. e. i7,S%o af hinum óbólusettu með -i- Pirquet (1 eryth. nod., 1 pleuritis og 1 meningitis). Það hefir þvi komið eitt alvarlegt tilfelli hjá hinum óbólu- settu, en ekkert hjá hinuni, sem að vísu voru miklu fleiri. Af hinum 923 óbólusettu með -j- Pirquet kom berklaveiki fram hjá 10, þ. e. io8%0. Þessir sjúklingar voru því smitaðir, og hér hefði bólusetning varla komið að gagni. Eg get ekki séð, að þessar tölur séu sannfærandi, en höfundarnir halda því fram, að bólusetningin hafi sýnt „sikker immuniserende Virkning". I Danmörku hefir bólusetningin saina sem ekkert verið reynd, nema lítil- lega á fæðingardeild Rikisspítalans, eins og áður er um getið. Tiltölulega litið mun hún einnig hafa verið notuð í Svíþjóð, þó hefir Wallgrccn í Gautaborg, nafnkendur barnalæknir, reynt hana, en mun vera fremur efandi um árangurinn hingað til. Að síðustu skal eg minnast á hin hræðilegu liólusetningaslys í Lúbeck í 'vor og sumar, og er enn ekki séð fyrir endann á þeim. Bólusetning með B. C. G. hefir lítið verið revnd fyr á Þýskalandi, enda hafði heil- brigðisstjórnin varað við henni; þó hafa nokkur börn veriö bólusett í Bres- lau, og bóluefnið ekki reynst þar skaðlegt. í fyrrasumar fékk prófessor Dcyckc, yfirlæknir á Allgemeines Krankenhaus i Lúbeck, bóluefnið frá Calmette. Það var svo ræktað þar áfram, eftir ])ví sem læknarnir segja, gerðar tilraunir á dýrum, og virtist ])aö vera skaðlaust. 28. febrúar var svo byrjað að bólusetja ungbörn, og í mars og apríl voru 243 börn bólu- sett; en þá byrjuðu börnin að hrynja niður, og þegar seinast fréttist, 17. ]). m. (sbr. „Politiken") voru 40 börn dáin og 86 sjúk, og enginn efi er á því, að hér er um illkvnjaða berklaveiki að ræða. Annars skal eg ekki fjölyrða um þetta mál, enda hefir verið gerð grein fyrir því í síðasta Lækna-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.