Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 6

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 6
92 LÆKNABLAÐIÐ Nokkurn undirbúning hefir stjórnin gert í taxtamálinu, þó ekki sé þaÖ liklegt til framkvæmda a'ð svo stöddu. Hún sendi læknum eyÖublaÖ um tekjur þeirra og taxta fyrir læknisverk. Svör komu aÖ eins frá 20 héraðs- læknum og einum embættislausum. Hefir stjórnin gert yfirlit yfir svörin til stuðnings fyrir væntanlega nefnd i þessu máli. Báru svörin það yfirleitt með sér, að tekjur flestra lækna eru ekki meira en til hnífs og skeiðar með því verðlagi, sem er í landinu. Frá sjónarmiði félagsstjórnarinnar væri mjög æskilegt, bæði fyrir lækna og almenning, að fá nýjan taxta saminn. Eins og kunnugt er standa nú 2 liéruð auð: Reykjarfjarðar og Flateyjar, og hafa ekki verið auglýst, að öllum líkindum til þess að umsóknir gangi ekki til embættanefndar. í öðrum 2 héruðum (Nauteyrar* og Reykdæla) eru lœknar settir ár eftir ár, en ekki veitt héruðin. Form. hefir fundið að þess- ari óreiðu í Lbl. en árangurslaust. Hann hefir og hvatt héraðsbúa i Reykiar- fjarðar- og Flateyjarhéruðum til þess að reyna að koma upp sæmilegum læknisbústað, og hafa Reykjarfjarðarmenn leitaö fyrir sér um fjárstyrk til þessa, en ekkert orðið úr svo vitanlegt sé. í Grenivíkurhéraði reis illvíg deila milli héraðslæknis og nokkurra hér- aðsbúa. Formaður reyndi að miðla þar málum, en það bar því miÖur lítinn árangur. Slíkar deilur eru ætíð óheppilegar, svo rík nauðsyn sem það er fyrir lækna að halda góðu samkomulagi viö héraðsbúa sína. — Þá var og form. eitt sinn kvaddur til að segja álit sitt um kollegial deilu í Vestmanna- eyjuni, en annars tók hún þó ekki beinlínis til félagsins. Tveir sérfræðingar hafa verið viðurkendir: hr. Hclgi Ingvarsson í lungna- sjúkdómum og hr. Karl Jónsson i physiotherapi. Fyrirspurn frá hr. Eiríki Björnssyni um það, hvort fél. sæi nokkuð at- hugavert við það, að hann settist að seni starfandi lœknir á Norðfirði, var svarað á þá leið, aö fél. bannaði engum lækni að setjast að hvar sem hann vildi, en hinsvegar væri rétt að ráðfæra sig við héraðslækni, sem þar væri. Eg vil áður en eg lýk máli mínu minna félagsmenn á, að um þessar mund- ir reynir meira á félagslyndi vort en nokkru sinni fyr. Landið er að fyll- ast af atvinnulitlum læknum, og í svipinn kann það að vera arðvænlegt fyrir stöku menn að hirða lítt um félagsskap læknanna, þó happadrýgstur verði hann eflaust er til lengdar lætur. Þá er heldur enginn vafi á því, að sumum mönnum er það áhugamál að koma Læknafélaginu fyrir kattarnef, kljúfa það eða eyðileggja á einhvern hátt. Eg óttast þetta ekki. Það eru sterk bönd, sem tengja oss lækna saman: læknisfræðin, heilbrigðismálin og stéttar- heill. Það mun sannast, að Læknafélagið lifir alla sína mótstöðumenn dauða, en eigi að síður tel eg það sjálfsagt, aö vér gætum stranglega allrar kurteisi og sýnum stéttarbræðrum vorum fulla sanngirni, þótt stundum sýnist sitt hverjum. Halldór Stefánsson gerði fyrirspurn til stjórnarinnar um hvað liði um- búðakaupum félagsins. Níels Dungal gaf þá skýringu, að hr. Knud Thomscn hefði tekið að sér að hafa til utnbúðir með ákveðnu lágu verði, félaginu að kostnaðarlausu, og hefði stjórnin talið það nægilegt. Salan hefði leitt til þess að verð á umbúðum hefði lækkaö. Bjarni Snœbjörnsson mintist á, að margir læknar hefðu átt kost á allskonar fríðindum hjá stjórn ríkisins, ef þeir hefðu viljað rjúfa samtök * Nauteyrar losnaði líka um þessar mundir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.