Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1930, Qupperneq 8

Læknablaðið - 01.07.1930, Qupperneq 8
94 LÆKNABLAÐIÐ læknum, í smábæi er erfitt að fá lækna, sem flykkjast inn i borgirnar. í smábæjum, þar sem áður voru 2—3 læknar, er nú 1 eða enginn. Fyr var það óþekt að launa sveitalækna, en nú hefir rekið að því, að ýmsar sveitir verða að styrkja eða launa lækna til þess að tryggja sér lækni. Svo er ví'ða í Manitoba. Halda sumir, að þetta sé upphaf til ríkisreksturs á læknisstörf- um (State medicine). Menn eru komnir lengra í þá átt í Englandi og Þýska- landi en í Ameríku, og stefnir ])ó þar í sömu átt. í borgum verður bæjar- félagið að taka margt að sér, því að þar er orðið svo dýrt að vera veikur og sjúkratryggingar fara þar í vöxt. Þetta stafar ekki aðallega a.f því, að læknishjálp sé svo dýr, heldur öllu fremur spítalakostnaður. Það eru að eins öreigar og auðmenn, sem hafa greiða aðgöngu að læknishjálp og sjúkra- húsum. Öreigarnir fá alt ókeypis, hinir geta borgað hátt gjald. Hefir nú í Bandaríkjunum verið skipuð 50 manna nefnd úr öllum stéttum til þess að rannsaka alt þetta mál og reyna að brúa djúpið milli fátækra og ríkra. Milli- stéttin, sem ekki vill þiggja ölmusu og er %0 íbúanna, stenst ekki spítala- kostnaðinn. Bestu herbergi á spitölum kosta þar um 30 kr. á dag, hjúkr- unarstúlka ca. 22 kr. auk fæðis. Skurðstofugjald, Röntgen o. fl. reiknast aukreitis. Allur spítalakostnaður verður þannig um 80 kr. á dag fyrir sjúkl. á eins manns stofum, en nálægt helmingi minni á sambýlisstofum. Sumstað- ar hafa auðmenn gefið spitalabyggingarnar til þess að minka daggjaldið. Hin sívaxandi læknafjölgun er hvarvetna vandamál. Þótt læknaskólum hafi fækkað mjög í Ameríku og þeir batnað, sem eftir eru, vex aðsóknin, og er þó læknisstarf orðið miklu síður arðvænlegt en fyr. Út úr þessu hafa skólarnir tekið þá reglu upp, að taka aðeins þá bestu af umsækjendum. Á 2 Chicagoskólum hafa jiannig undanfarið verið aðeins teknir 100—110 af 1200 umsækjendum. í University of Minnesota voru aftur teknir 100 af 500. — Til þess að velja úr umsækjendum starfar nefnd mikinn hluta sum- arsins. Hæfileikar umsækjenda eru metnir mest 100 stig. Undirbúningsment- un (stúdentspróf o. þvíl.) er metin mest 50 stig. Hinn helmingurinn miðast við „karakter" og aðra persónulega hæfileika, livort likindi séu til þess, aö stúdentinn sé vel fallinn til þess að verða læknir og líklegt að hann verði stéttinni til gagns og sóma. Reynt er að grafa upp með rækilegu viðtali og hjá kunnugum mönnum upplýsingar um öll þau atriði og vita ante acta, sem að þessu lúta. Önnur aðferð er sú, að gera prófin svo þung að fjöldi falli. í Manitobaháskólanum féllu þannig af 1. bekks mönnum (1929) 22 af 72 og 10 að nokkru leyti. Taka má prófið aftur að ári liðnu, en oftar ekki. Af 70—80 nemendum útskrifast þannig ekki nema 40—50. Þessi aðferð er lakari en hin að velja fyrirfram úr mönnunum. Mikill tími eyðist til náms, sem að engu haldi kemur, og þar á ofan auðmýkir það mennn og spillir sjálfstrausti þeirra, að verða að gefast upp og hætta. Það er eflaust kominn tími til þess hér á landi, að stemma á einhvern hátt stigu fyrir áframhaldandi læknafjölgun. Til samanburðar má geta þess, að í Manitoba, sem hefir sjöfalt meiri fólksfjölda en Island, eru lækna- stúdentar 260 en hér eru þeir 68. Eftir sama mælikvarða ættu að vera 440 í Manitoba í stað 260. Okkur finst þröngt orðið um lækna vestra, en hér læra þó miklu fleiri. Hvað finst ykkur? Hóflaus fjölgun lækna er hættuleg bæði fyrir stéttina og þjóðina. Hún leiðir til þess að gömlu, fögru hugsjónunum, sem hafa ætíð verið ljós á

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.