Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 9

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 95 vegum læknastéttarinnar, verður varpað fyrir borð og læknastéttin verður að verslunarstétt, en það væri stórtjón fyrir land og þjóö. Eg hefi þá trú, að læknastéttinni takist sjálfri að ráða fram úr sínum vandamálum. Læknafélögin og samtök lækna hafa hvarvetna orðið til gagns og blessunar. í Englandi hefir The British med. Association unnið hið mesta gagn, og sama er að segja um American med. Ass. og Canada med. Ass. Framtið læknastéttarinnar liggur í hennar eigin höndum og utanað- komandi áhrif verka aðeins um stundarsakir. í Canada reyna læknar að hafa sem besta samvinnu við stjórnina og við litum aftur og fram, hvort vér sjáum nokkra skrift á veggnum. Til þess að stétt njóti sín til fulls og geti komiö skjólstæðingum sínum að haldi, þarf góða samvinnu við löggjafarvaldið. Stjórnin fæst heldur ekki við neina heilbrigðislöggjöf nema i samráði við lækna. Mér virðist, að félagsskapur lækna hér sé öllu sterkari en í Canada. Þar eru aðeins 2/ lækna í læknafélaginu, og eru íslendingar lengra á veg komnir í þessu efni. Þið eruð færri, t)g persónulegra áhrifa gætir meira, en þau geta verið Idessunarrík fyrir félagsskapinn. Eg er óvanur að tala íslensku og sérstaklega læknamál, og bið yður af- saka flutninginn. Ef eitthvað af þvi, sem eg hefi sagt, gæti orðið til þess að vekja athygli ykkar á einhverju gagnlegu, þá hefi eg ekki til einskis tal- að. Eg þakka yður að lokum þann heiður, að hafa verið boðinn á fund- inn og gefið tækifæri til þess að taka til ntáls. Fundarstjóri og form. þökkuðu próf. Brandsson crindið. Giiðm. Björnson. Það er gert of mikið úr fjölgun lækna. í 15 ár hafa kennararnir sagt, að nú væru læknar að veröa of margir, en ennþá vant- ar lækna. Læknaþörfin hefir aukist. þó héruðum hafi ekki fjölgað, aðal- lega vegna stækkunar bæja og fjölgunar spítala. 3 héruð eru nú læknislaus og enginn fæst til þess að gegna þeim. Athugandi. að minstu héruðin eru best launuð (um kr. 4900.00 með dýrt.uppbót. Einhleypir menn geta efnast í þeim. Meðan enginn fæst til að þiggja þau, er atvinnuleysið lítið hjá lækn- um. Það ganga margir inn í Læknadeildina, en tiltölulega fáir útskrifast. Starfstími íslenskra lækna er ekki öllu meiri en 20 ár, og eftir því lætur nærri, að 5 læknar þurfi að útskrifast á ári. Síðustu 17 árin hafa einmitt um 5 læknar útskrifast árlega, og það er því ekki meira en þörfin krefur. Við ungu læknana, sem vantar atvinnu, vil eg segja: komið til mín! Eg hefi nóg að starfa fyrir ykkur. Hvað minstu héruðin snertir ætti helst að leggja þau niður, en fá unga kandidata til þess að starfa í þeim eitt ár eða svo. Mætti þetta verða arð- vænlegt fyrir þá. G. H.: Þetta er gamalt deilumál milli okkar landlæknis, og hefir hvor- ugur sannfært hinn. Áætlun landlæknis um starfstíma lækna lætur nærri lagi, svo og um 5 lækna sem þurfi árlega að útskrifast. Til þess að full- nægja þessu, þyrftu í mesta lagi að vera 35 nemendur í deildinni en þeir eru 68. Virðist mér þá auðséð, að viðkoman næstu ár verður langt fram yfir þarfir. Að minstu héruðin standa auð stafar mestmegnis af ])ví, að lækn- ar, sem þangað fara, hafa enga tryggingu fyrir að losna þaðan burtu. Yfir þau er skrifað: Sleppið þið voninni sem farið hér inn! Það eru nógir læknar til að fylla þau, en þeir þora ekki að setjast þar að. Frásögn próf. Brandsson um alla þá alúð, sem Ameríkuskólarnir sýna við

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.