Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 12

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 12
98 LÆKNABLAÐIÐ til, og stofna'Ö heilbrigÖisráÖ. Fyrir báÖa parta væri þetta álitlegur miÖl- unarvegur. — Að miða hæfilegleika umsækjenda við stigatölu gott til hliÖ- sjónar, en alls ekki einhlítt. Um spítala, bæjarlækna og þvíl. þyrfti að setja sérstakar reglur. Nefndin lagði fram eftirfarandi álit: I. Nefndin vill halda fast viÖ reglur þær, sem samþyktar voru á síð- asta æBalfundi Læknafélags íslands, um embættaveitinganefnd. Þó telur hún rétt, að emb.nefndin hyllist ekki til að senda aðeins eina unisókn til veit- ingarvaldsins, nema alveg sérstök ástæða sé til. II. Nefndin leggur til að stjórn Læknafélags Islands semji frumvarp til laga um þriggja manna heilbrigðisráð; helst sem stjórnarfrumvarp, en að öðrum kosti sem þingmannafrumvarp. III. Nefndin getur fyrir sitt leyti fallist á, að tillögur veitinganefnd- ar um stigatölu umsækjenda, séu hafðar til hliðsjónar, við veitingar héraðs- lækna-embætta, án þess að binda sig um of við þær. IV. Að því er snertir lækna við væntanlega fjórðungs-spítala, verði samþyktar sérstakar reglur fyrir þá; sömuleiðis um þær stöður, sem bæjar- félög eða prívat-stofnanir vilja fá sérstakan lækni í. V. Nefndin leggur eindregið til, að stjórn Læknafélags íslands skori á rikisstjórnina, að auglýsa tafarlaust laus læknishéruð, og að læknar þeir er vildu taka setningu í þau héruð sem laus eru, þótt ekki séu auglýst til umsóknar, gefi sig fram við formann Læknafélags Islands, svo að stjórn félagsins geti boðið landsstjórninni hæfa lækna i stöðurnar. Nefndin taldi samþyktir lækna svo skýrar, að þær yrðu tæpast misskild- ar. Orðin í síðustu málsgrein I d: „Óheimilt er félagsmönnum að taka við setningu i emþætti", ætti eflaust að skilja svo sem stæði: ,,í stöður og em- bætti“ í samræmi við næstu málsgrein á undan. — Nefndin var meðmælt 75 kr. ársgjaldi. Þ. Edil. lagði áherslu á, að læknar mættu ekki taka veitingarvaldið af landsstjórninni, eins og verið hefði í Keflav. Hef'ði þetta komið sér illa, og væri vel farið, að till. vöruðu við þessu. G. H. skýrði frá hversvegna nefndin hefði tilnefnt einn i Keílavík, og kvað engum í embættisnefnd hafa komið til hugar að taka veitingarvaldi'Ö í sinar hendur. Páll Kolka taldi nefndina ekkert rangt hafa gert við Keflavíkur-veiting- una, og valið réttan mann. Mælti með heilbrigðisráði, og félli þá nefndin niður. Gott að skorað sé á lækna að gefa sig fram við stjórn Læknafél., ef þtir vilja sækja um lausu héruðin. Lagði hann til, að siðári málsgrein i I. lið nefndarálits væri feld burtu. Ól. Lárusson. Vill að reynt sé að ná samkomulagi við landsstjórnina, reyna það til þrautar. Pólitískt má Læknafél. ekki vera. Ef samkomulag næst ekki, tekur við „socialisering“ og skömtun úr hnefa. Óvægilega hefði verið að okkur farið, en höfum vi'ð ekkert tilefni til þess gefið? Bjarni Snœbjörnsson. „Tíminn“ hefir reynt að telja mönnum trú um, að samtök lækna séu pólitisk, en ólíklegt, a'Ö nokkur læknir leggi trúnað á það. Læknarnir eru einmitt að reyna að verjast pólitík í lækriamálum. Samkomulagsleið hefir verið reynd, en engan árangur borið. Samninga- leiðin er að svo stöddu ófær. Þurfum að sýna fólkinu fram á, að vér för- um ekki eftir pólitík, heldur reynurn til að styrkja nroral stéttarinnar, vinna bæði fyrir hana og almenning.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.