Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1930, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.07.1930, Blaðsíða 16
102 LÆKN ABLAÐIÐ aíí gera misrétti milli héra'Öa í greic5slu fyrir ljóslækningar, þó engin ástæÖa sé til þess aÖ vantreysta læknum að fara með einfökl ljóslækn- ingatæki.“ Stuttar umræður urðu um samþykt þessa, og var það helst að henni fund- ið, að hún mundi litil áhrif hafa. Samþ. með 14:5- Till. frá nefnd í veitingamálinu um 75 kr. árgjald árið 1931 og séu upp- gjafalæknar gjaldfríir og stjórn leyfilegt að gefa ívilnanir, ef nauösyn kref- ur. Samþykt. Tillaga frá Arna Péturssyni um að Einari Ástráðssyni sé vísað úr fé- laginu, ef hann ekki hætti störfum á Kleppi. Tekin aftur og málinu vísaö til stjórnarinnar. Fundarstaður næst ákveðinn Rvik. Formaður þakkaði að lokum fundarmönnúm ágæta og samhenta fram- kornu á fundi og taldi hana ljós merki þess, að félgasskapur lækna stæði á föstum fótum. Þá þakkaði hann hinum gamla og góða fundarstjóra fyrir ágæta fundarstjórn. Var svo fundi slitið. Um Calmette-bólusetningu gegn berklaveiki. Erindi flutt á aðalfundi Læknafélags íslands, 3. júlí 1930 af próf. Sigurði Magnússyni. Það vakti ekki litla eftirtekt, þegar það vitnaðist, að Calmcttc og sam- verkamenn hans við Pasteur-stofnunina, sérstaklega Guérin, hefðu fundið bóluefni, sem að þeirra dómi gæti gert ungbörn ónæm gagnvart berkla- veiki, þvi einmitt á þeim aldrinum er smitun svo háskaleg, eins og al- kunnugt er. Gæti hugsast að ónæmið héldist áfram, meö eða án endur- bólusetninga. Ef þetta reyndist svo, væri það einhver hin stórkost- legasta framför í læknavisindum og í högum þjóðanna. Vissulega mætti berklaveikin hypja sig úr veldisstóli sinum ef á hana væri varpað slíkri „stóru-bombu“. Formaður félags vors, er eins og við vitum, sívakandi og hugsandi um öll heilbrigðismál. Nú eigum við að atlmga, hvort ráð sé að taka upp þessa bólusetningu í landi voru, hvaö tali með og hvað tali á móti. Eg hefi látið tilleiðast að mæla hér nokkur orð, þó að eg verði að játa, að eg er ekki málinu svo kunnugur sem skyldi. Eg skal fyrst minnast á bóluefnið, B.C.G. (bacill. Calmette-Guérin). Það eru lifandi berklagerlar af bovin-stoíni, sem höfðu verið ræktaðir og end- urræktaðir í h. u. b. 13 ár á jarðeplum, i nautagalli, generation eftir genera- tion. Það tókst að minka virulens gerlanna svo mjög, að eftir 4 ár voru þeir ekki lengur pathogen fyrir naggrísi, og enn eftir margar endurrækt- anir voru þeir ekki heldur pathogen fyrir nautgripi. Það eru þessir veikl- uðu gerlar, sem er bóluefnisstofninn, sem sendur er út um öll lönd frá Pasteur-stofnuninni. Notendurnir rækta svo þennan stofn áfram. Þegar þessi gróður svo er 3 vikna gamall, þá er bóluefnið tilreitt á þann hátt, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.