Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 17

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 103 1 cctm. af gerlum er blandað í 2 cctm. af vökva. Þennan skamt fær barniÖ eins fljótt og unt er eftir fæÖingu í teskeið af mjólk stundu fyrir mál- tíð. Bólusetningin er svo endurtekin eftir 2 og 4 daga. BarniÖ fær samtals um ij4 miljarð lifandi berklagerla, svo að hér er ekki um smáræðisskamt að ræða! Calmette staðhæfir að þetta bóluefni sé svo avirulent, aö það geti ekki framkallað neina „specific“ berklabólgu, hvorki hjá mönnum eða dýrum. Þetta virðist þó ekki allskostar rétt. W a s s é n i Gautaborg hefir dælt bóluefninu í naggrísi og séð greinilega berklaveiki, en að vísu mein- lausa. G e r 1 a c h bólusetti einnig naggrísi og dóu sum dýrin úr berkla- veiki. Að líkri niðurstöðu komst N o b e 1 K i r s c h n e r, sem bólusetti kan- ínur, og fann að gerlunum fjölgaði, en gat ekki fundið að virulens þeirra væri aukinn. Iiann lætur þó liggja á milli hluta, hvort breytingar i bólusett- um barnslikama geti aukið virulens gerlanna. Z e y 1 a n d frá Pasteur- stofnuninni neitar þessum möguleika. Hann hefir krufið lik 50 bólusettra liarna, er dóu úr öðrum sjúkdómum en berklaveiki. Hjá þeim fundust engar lærklabreytingar. Að vísu fundust B.C.G. í mesenterialeitlum, en virulens þeirra var ekki aukinn. Fundur var háður i Parísarborg í október 1928, að undirlagi Þjóðabandalagsins í þeitn tilgangi að gera sér grein fyrir Cal- mette-bólusetningunni. Gerlafræðinganefnd þess fundar lét í ljós það álit, að samkvæmt tilraunum, sem þegar höfðu verið birtar, virtist bólusetn- ingin vera skaðlaus. Petroff, nafnkendur gerlafræðingur í New York, er ]>ó stöðugt á annari skoðun. Síðasta ritgerð hans, sem eg hefi séð, kom út í vetur. Hann gerði allitarlegar tilraunir með B.C.G. á naggrísum og kanínum og kemst að þeirri niðurstöðu, að auðvelt sé, með sérstakri rækt- un, aö aðskilja B.C.G. í 2 afbrigði, er hann nefnir R. og S.; sé R. aviru- lent en S. virulent, og framkalli banvæna berklaveiki hjá naggrisum og kaninum, og ennfremur, að hægt sé, undir vissum kringumstæðum að breyta R. í S. Honum þykir mjög varhugavert að nota Calmette's bóluefni við menn, vegna þess, að ómögulegt sé að fortaka að mannslíkaminn geti breytt þessum lágvirulentu gerlum í hávirulenta og pathogena. Hann endar ritgerð sína með þessum orðum: „Það mesta sem við getum vænst af bólusetningu með lifandi gerlum er aðeins eitthvað aukin mótstaða gegn smitun. Eigum viö að kaupa þá mótstöðuaukningu með því að smita alt mannkynið ? Ef við eigum að nota bóluefni, ])á hygg eg, að dauðir gerlar geti áorkað eins miklu og B.C.G.“ Lík hugsun kemur fram hjá K. A. J e n s e n og H u s t e d (Meddel. fra Statens Seruminstitut). Þeir bólusettu nokkur börn með B.C.G. á fæðingar- deild Ríkisspitalans í Khöfn. Þeim farast ])annig orð: „Man maa imidler- tid og særlig i et Land som Danmark, hvor Tuberkulosebekæmpelsen staar paa saa höjt et Stade og har haft saa eminent en Virkning, altid være meget forsigtig med Indförelsen af Vaccinationsmethoder, der som denne bestaar i Indgift af levende, omend avirulente eller virulenssvækkede Tu- berkelbaciller. Saadant et Middel kan senere vise sig at være et tveægget Sværd, hvis eventuelle ubehagelige Bivirkninger, særlig som her for Tu- berkulosens Vedkommende, först behöver at træde frem mange Aar efter Vaccinationen og som Fölge deraf være vanskelig at raade Bod paa.“ Þrátt fyrir þetta, er þó svo að sjá, eftir þvi sem fram hefir komið, að flestir sérfræðingar á þessu sviði telji bólusetninguna skaðlausa. Um hitt

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.