Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1930, Síða 18

Læknablaðið - 01.07.1930, Síða 18
104 LÆKNABLAÐIÐ cru næsta skiftar skoÖanir, hvort bóulsetningin komi a'Ö verulegu gagni. Vitanlega er Calmette, lærisveinar hans og væntanlega þorri franskra lækna, sannfæröir um gagnsemi bólusetningarinnar, og þykjast hafa sannaÖ mál sitt meÖ háum hagfræöistölum. SíÖan byrjað var á bólusetningu barna 1921 og þangað til í vor segir Calmette að 240.000 börn hafi verið bólu- sett í Frakklandi; en statistik hans, sem á að svna ágæti bólusetningar- innar, hefir mætt miklum efa og gagnrýni. 1928 birti Calmette yfirlit yfir árangur bólusetninganna. Frá 1924 til 1. desember 1927 gerir hann grein fyrir 3800 börnum frá berklaveikis- heimilum, sem hólusett voru fyrir minna en 1 ári. Af þessum börnum á 1. ári dóu 118 af allskonar sjúkdómum, þ. e. 3,1%. Til samanburðar, segir hann, að 8,5% af óbólusettum börnum deyji á Frakklandi á 1. ári. Dánartala þessara bólusettu barna er því meira en helmingi lægri en hin venjulega dánartala óliólusettra barna. Þetta hefir mönnum j)ótt næsta ein- kennilegur munur, því hvers vegna skyldu börn ekki deyja af öÖrum sjúk- dómum en berklaveiki í líku hlutfalli og óbólusett börn? Það hljóta að vera einhverjar sérstakar ástæður, aðrar en hólusetningin, sem gera það að verkum, að þessi útvaldi hópur stendur sig svo vel. Margir benda á, að það heilbrigðiseftirlit sem þessi börn standa undir, ráði meiru en bólu- setningin; einnig, að í þessum flokki séu ekki þau börn, sem eru veik eða ekki lífvænleg fyrstu dagana eftir fæðingu. Jafnvel á 1. degi lífsins deyja ekki svo fá börn. Börn þessi lenda ekki í flokki bólusettu barnanna heldur hinna óbólusettu. Einnig kemur það til greina, að þorri hinna bólusettu harna eru einangruð fyrstu vikurnar eftir fæðingu að meira eða minna leyti; því að samkvæmt kröfu Calmette’s verður að gera það, meðan ónæm- ið er að myndast. Þar við bætist, að um sum af hinum bólusettu börnum vantar upplýsingar. Alt þetta, og raunar ýmisleg önnur ónákvæmni, gerir það að verkum, að margir telja statistik Calmette’s miður ábyggilega. Ef við lítum á þessi 118 bólusettu börn, sem dóu á 1. ári, þá segir Cal- mette að 34 hafi dáið úr berklaveiki (þar af 30 úr meningitis), og 84 af ö'ðrum orsökum; en með því að þessi börn hafa ekki verið krufin, þá er ómögulegt að segja, hve mörg þeirra hafi í raun og veru dáið úr berkla- veiki. 114 dóu t. d. úr atrofi, 4 úr kíghósta, 29 úr gastroenteritis o. s. frv. Má vera að mörg þeirra hafi dáið úr berklaveiki. Svo mikið er víst, að nokkur hinna bólusettu barna deyja úr berklaveiki. Fyrir utan þessi 3800 börn á 1. ári gerir Calmette grein fyrir 1941 liólusettum börnum frá berklaveikisheimilum, sem athuguð hafa verið 1—- 3j/2 ár. Af þeim dóu 21, þar af 4 úr berklaveiki (engin krufin). Hér hafa komið fram líkar efasemdir um gagnsemi bólusetningárinnar, eins og gert var grein fyrir, og er engin ástaiða til að fjölyrða um þær. Svo mikið er vist, að örlög þessara barna síðar í lifinu eru algerlega á huldu. Eg skal ennfremur minnast á aðra statistik frá Frakklandi, sem talin er einhver hin besta og ábyggilegasta, sem völ er á. Það er greinargerð þeirra Weill-Hallé og Turpin, mjög nafnkendra barnalækna, sem víst hafa verið þeir fyrstu, sem reyndu bólusetninguna eftir fyrirsögn Calmette’s. Þessir læknar hafa sjálfir haft umsjón með hólusetningunni á sjúkrahúsi sínu og látið börnin mæta þar með vissu millibili til rannsóknar. Þeir birtu greingerð sína í september 1928. Börnin voru 613, sem bólusett voru peroralt síðan árið 1921. Af þeim töpuðust 78, sem ekki komu til eftir-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.