Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1930, Page 19

Læknablaðið - 01.07.1930, Page 19
LÆKN ABLAÐIÐ 105 grenslunar og 81 voru svo nýlega bólusett, aS ekkert veröur sagt um árang- urinn, og eru því talin frá, en 41 dóu. Þegar svo höfundarnir reikna dánar- töluna, segja j>eir að 41 hafi dáið af 613, þ. e. 6,58%. Þetta er auðvitað raugur reikningur, þvi þeir vita vitaskuld ekki hve mörg hafi dáið af þeim sem ekki komu til eftirgrenslunar, og þar að auki hafa þeir útilokað' þau, sem alveg nýlega voru bólusett. Það sanna er, að 9% dóu af hinum at- huguðu börnum. Það er von, þó einn gagnrýnandi (Frölich) segi, að slík ónákvæmni veki litið traust hjá lesendunum, og það er því leiðara, sem hér er að ræða um einhverja þá nákvæmustu greinargerð, sem völ er á. Þess má geta, að aðeins fjórði hluti þessara barna var frá berklaveikis- heimilum. Af þessu 41 barni, sem dó, dóu 2 úr berklaveiki, 13 líklega úr berklaveiki, tveir úr öðrum sjúkdómum (engin krufin). Greinargerð þeirra er því ekki sannfærandi um gagnsemi bólusetningarinnar, en hún gefur hinsvegar upplýsingar um allergi (þ. e. Pirquet-reactio) eftir bólusetn- inguna. Þetta er mikilsvert atriði. Hingað til hafa menn litið svo á, að Pirquet + eða -j- segði til um það, hvort hér sé að ræða um sjúkdóms- bundið ónæmi (specifik immunitét) eða ekki. Ef maðurinn hefir -j- Pir- quet, telja menn hann ósnortinn af berklaveiki og um leiö næman fyrir henni. Reynsla Weill-Hallé og Turpin er þessi: Af bólusettum börn- um á „hreinum“ heimilum sýndu 5,1% tuherculin reactio, er þau voru ýú árs gömul, en 14,2% eins árs gömul. Tilsvarandi tölur hjá bólusettum börnum á berklaheimilum voru 20% , og 35%. Þetta sýnir að treglega gengur aö gjöra börnin allergisk með bólusetningunni, og hvernig er þá um immunitet? Nú geta menn spurt að því, hvort nægilega margir B. C. G.-gerlar resor- berist í görnunum. Þetta er vitaskuld misjafnt og hinir raunverulegu bólu- setningarskamtar þvi næsta breytilegir. Það má heita fullsannað, að slímhimna garnanna er mjög permeabel fyrstu daga ungbarnsins en hitt hefir mönnum þótt vafasamt, að peroral bólusetning komi að gagni hjá ársgömlum börnum eða eldri, en Calmette ráðleggur endurbólusetingu eft- ir 1 og 3 ár. Með tilliti til þess að svo fá börn verða allergisk af bólu- setningunni, þá heldur Calmette því fram, að immunitet geti myndast engu að síður. Höfuðatriðið sé að eitlarnir taki í sig gerla, og hér verði einhver gagnverkun milli gerlanna og likamans, jafnvel þó engin bólga myndist. Þetta kemur aö vísu í bága við þá reynslu og skoðun, sem menn hingað til hafa haft, og verður að láta liggja á milli hluta að hve miklu leyti Calmette hefir rétt fyrir sér. Svo að eg snúi mér aftur að rannsóknum þeirra Weill-Halle og Turpin, þá hafa þeir einnig reynt subcutan bólusetningu, þó aðeins i smáum stíl. Frá 1924—28 bólusettu þeir 23 börn. 6 þeirra mistu þeir sjónar á, og önnur 6 voru svo nýlega bólusett að þeir tóku þau ekki i reikninginn. Eft- ir eru 11. Af þeim sýndu 9 jákvæöa tuberkulinreaktion milli 1 og 7 mán- aða, en tvö neikvæða. Af þessum börnum dóu 3, þar af 1 úr lungnabólgu eftir mislinga, 1 úr krampa og 1 af óþektri orsök (börnin ekki krufin). Af þessu geta menn ekki dregið aðrar ályktanir en þær, að með subcutan bólusetnigu komi allergi venjulega fram, enda er þetta reynsla annara, sem bólusett hafa subcutant eða intracutant. Það munu vera tiltölulega mjög

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.