Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 20

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 20
io6 LÆKNABLAÐIÐ fá börn í Frakklandi, sem bólusett bafa veriÖ subcutant, enda mun mæ'Ör- um þeirra það fremur óljúft, ]>ví bólusetniiigin hefir dálitil óþægindi í för meÖ sér fyrir barniÖ. Eftir 3 vikur kemur subcutant infiltrat á liólusetn- ingarstaðnum og stundum bólgna næstu eitlar. Það myndast svo lítill al)- scess,' sem grær eftir 2—3 mánuði og ör sést eftir. Fáir fullorðnir hafa veriö bólusettir á Frakklandi. Þó befir Calmette lát- ið bólusetja (subcutant) 141 nýliða, innfædda blökkumenn frá Madaga- skar. Engin þeirra dó úr berklaveiki, en reynslutiminn var aðeins 18 mánuðir. Bólusetning Calmette’s hefir verið reynd í mörgum löndum utan Frakk- lands, og væntanlega hafa þær tilraunir verið víðtækastar í Rúmeníu. Þar hefir bólusetning ungbarna verið tekin up]> í tiltölulega stórum stíl. I Buk- arest var t. d. búið að bólusetja 38000 börn um síðustu áramót og láta læknar vel yfir árangrinum. I mörgum öðrum löndum hafa verið gerðar tilraunir, en venjulega ekki víðtækar, enda eru þær flestar frá allra síðustu árum, svo reynslutíminn er stuttur. Eg hefi séö sumar slíkar greinargjörð- ir, og aðrar í svo stuttu ágripi, að ómögulegt er að mynda sér sjálfstæða skoðun um þær, enda skal eg ekki þreyta ykkur með mörgum tölum, sem í raun og veru segja ekki mikjð út af fyrir sig. Eg vil aðeins taka fá dæmi. Kereszturi og William Park l)irtu á síðasta hausti tilraunir sínar með peroral B.C.G. bólusetningu ungbarna í New York. Greinar- gjörð þeirra er svo glögg og nákvæm, að ástæða er til að meta þær mik- ils. Þeir segja að ómögulegt sé að gjöra sér grein fyrir barnadauða á berklaheimilum í New York, því skýrslur um þaö séu ekki til. Þeir urðu því sjálfir að athuga vissan fjölda óbólusettra og bólusettra barna á berkla- heimilum,. Þeir þurftu að vera til taks, þegar börn fæddust, þekkja liinar vanfæru mæður og heimilisfólk þeirra, vita hvort um opna eða lokaða berkla er að ræða. Þetta var mjög örðugt verk. Tiltölulega mjög fáar tær- ingarveikar konur í New York verða barnshafandi, og telja þeir að því valdi miklu betri efnahagur og því meiri upplýsing en í Norðurálfu. Tær- ingarveikar konur í New York forðast barneignir. Ef einhver lærklaveikur maður er á heimilinu, kemst hann undir læknisumsjón miklu fyr, en hinn fátæki verkamaður í NorSurálfu, og hefir greiðari aðgang að sjúkrahúsum; og ef hann er efnalaus, þá eru ýms góðgerðafélög, sem hjálpa honum. Þeim tókst með hjálp annara lækna, að athuga samtals 447 ungbörn. Af þeim bólusettu ])eir 167. I þeim flokki voru aðeins þau börn, sem ])eir gátu athugað frá fæðingu, eða að minsta kosti ekki eldri en 10 daga. Eldri börn voru ekki bólusett, en voru höfð til samanburðar, og í þeim flokki voru einnig þau börn, sem ekki fékst leyfi til að bólusetja. Af bólu- settu börnunum dóu 2,6%. af hinum óbólusettu 9,3% úr berklaveiki. Hér er því talsverður munur. Hins vegar var lítill munur á dánum úr öðrum sjúkdómum. Af bólusettum 9.1%, af óbólus. 6,7%. Þeir draga þá ályktun af samanburðinum, að bólusetningin muni væntan- lega veita eitthvert ónæmi, en um styrkleika ]>essa og varanleik sé alt óvisst. Annars eru ])eir mjög varkárir í ályktunum sinum, og taka það fram, aö ýmislegt annað en l)ólusetningin komi til greina við samanburðinn. Þeir full- yrða, að foreldrar bólusettu barnanna hafi yfirleitt staðið hinum ofar að efnahag og menningu, og smitunarmöguleikar þar minni, enda hafi þar verið miklu færri berkatilfelli „opin“ (sputum-positiv), þ. e. 19% á móti

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.