Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 22

Læknablaðið - 01.07.1930, Side 22
io8 LÆKNABLAÐIÐ blaði. Menn vita ekkert um orsakirnar til þess að bóluefnið hefir reynst svona, en getgátur eru margar og sumar ótrúlegar, eins og sú, sem blöSin liafa eftir Calmette, að bóluefnisstofn sinn muni hafa dáið í Lúbeck, og svo einhverjir undirmenn þar búið til annaS bóluefni til þess að dylja slysni sína. Þess má geta, að í blöðunum hafa komið fram megnar aðfinslur um ásigkomulag hinnar pathologisku deildar sjúkrahússins í Lúbeck. Hún á að vera ófullkomin og reglan þar ekki í sem bestu lagi. Sagt er, að lækn- arnir hafi kastað burtu afganginum af hinu skaðlega bóluefni, í staðinn fyrir að láta rannsaka það o. s. frv. Annars er vitanlega ekki hægt að henda reiSur á því, sem blöðin segja um þetta mál, þegar æsing er annars vegar, og verður að bíða eftir niðurstöðu rannsóknarinnar, ef hún ann- ars verður nokkurn tíma fullnægjandi. Þeir, sem standa fyrir rannsókn- inni, er Ludvig Lange frá heilbrigðisráðinu þýska og Bruno Lange frá Koch’s stofnuninni. Þeir hafa til þráðabirgða gefið út þá yfirlýsingu, að svo virðist, sem pathogen berklagerlar hafi komist í bóluefnið, annaðhvort í París eða Lúbeck og sé ekki hinum upphaflega B.C.G.-stofni um að kenna. Eigum við íslendingar að fara að bólusetja ungbömin hjá okkur, og kannske fullorðna, með B.C.G. ? Það er væntanlega hægðarleikur, að ná í bóluefnið, ef við getum fullyrt, að hér séu góðir möguleikar til þess að rækta það áfram. Calmette lætur það í té ókeypis, með því skilyrði, að heilbrigðisstjómin hafi eftirlit með bólusetningunni, og bóluefniö sé látlð í té ókeypis til almennings. Eiginlega gerir Calmette þá kröfu, að barnið sé tekið þegar eftir fæð- ingu frá berklaveikri móður sinni, og einangrað í 4 vikur, eða ef það reyu- ist ómögulegt, þá að minsta kosti, að svo mikil varkárni sé höfð á heim- ilinu, að ekki sé hætt við verulegri smitun þar. Slík bólusetning sem þessi, yrði væntanlega ekki tekin upp fyrst um sinn nema í Reykjavík og nágrenni, og þá aöeins með því skilyrði, að hér verði sett á stofn fullkomin gerlarannsóknarstofa, þar sem næg tilraunadýr eru fyrir hendi, til þess að hægt sé að prófa bóluefnið við og við. Það er varla að hugsa til, að við getum tekið þátt í rannsókn þessa máls, með samanburði á bólusettum og óbólusettum börnum, því nýfædd börn í auðsjáanlegri smithættu eru svo fá. Ef það sannast, að bólusetningin sé gagnleg, er sjálfsagt að taka hana upp hér, en eg hygg rétt aö híða fyrst um sinn og sjá hverju fram vindur. I ágúst í sumar er allsherjar berklalæknafundur í Osló, og er aðalumræðuefnið Calmette’s bólusetning. Á hinum áðurumgetna fundi í París um bólusetninguna, sem haldinn var að undirlagi þjóðabandalagsins haustið 1928, var kosin alþjóðanefnd lækna, sem safna skyldi gögnum um gagnsemi bólusetningarinnar, og hefir sú nefnd ekki skilað áliti sínu enn, en ólíklegt er ekki, að það komi fram á Oslóarfundinum í sumar. Ef eg ætti að segja nokkur ályktunarorð um þau gögn, sem fyrir liggja, þá eru þau þessi (eg sleppi slysunum í Lúbeck, sem ekkert er hægt um að dæma) : Þrátt fyrir það, þó sumir séu efandi enn, um gagnsemi bólu- setninganna, þá er það þó álit þeirra, sem mesta reynslu hafa, að B.C.G. veiti einhverja vörn gegn utanaðkomandi smitun, en hve rnikil hún er og hve lengi hún stendur, er óvíst. Ef gerlar Calmette’s deyja skjótt í líkam-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.