Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1930, Qupperneq 24

Læknablaðið - 01.07.1930, Qupperneq 24
IIO LÆKNABLAÐIÐ ÞaÖ hefir þótt mikiÖ, aÖ 500 berklasjúkl. skuli liggja á sjúkrahúsum vor- um, en þeir Jiyrftu sennilega að vera 2000, til þess aÖ einangrunin væri n'okkurn veginn fullnægjandi. Dettur nokkrum í hug, að landið vilji liorga þann brúsa? Þá er annaö atriði eftirtektarvert: Manndauði úr berklavciki fcr stöðugt þverrandi í nágrannalöndunum. í Englandi hefir þetta verið svo tilbreyt- ingalítiÖ síðan um miðja fyrri öld, — löngu áður en nýtískuvarnir þekt- ust, — að enginn getur séð að þær hafi dregið úr manndauðanum. A Manndauði úr berklaveiki i Englandi (1851—1903) pr. 10 þús. íbúa (konur). B Manndauði úr berklav. i Prússlandi (konur). Heilsuhæli byrja um 1890. Ef vér skildum fyllilega orsakir þessarar þverrunar, væruin vér betur á vegi staddir en vér erum. En stafar ])á Jiessi þverrun manndauðans t. d. í Danmörku, sem er hvað best á vegi stödd, af þvi að veikin útrýmist, að þeim mönnum fækki sífelt, sem smitaðir eru af berklasýklum ? Sannleikurinn er sá, aö sjúklingarnir ]>verra ekki að sama skapi og manndauðinn, og aðsóknin að heilsuhælum er mjög hin saina. Þvert á móti sýnir Pirquets próf, að nálega allir eru smit- aðir, er þeir ná fertugsaldri.* Sigurinn er þá fenginn á þann óvænta hátt, að einskonar meinlítil synbiosis hefir komist á milli manna og berklasýkla, að aJlur landslýðurinn cr smitaður, cn vcikin orðin miklu minna mannskœð en fyr. Eftir sem áður hvílir stöðugt útgjaldafarg á þjóðinni til varna og heilsuhæla. A einhvern hátt hefir mótstöðuaflið vaxið. Hvað veldur svo þcssu aukna ónœmif Um það eru skiftar skoöanir, og eflaust eru hér margir kraftar að verki. Sumir gera mikið úr ])ví, að næm- asta fólkið deyi út, en þeir liíi, sem eru minna viðkvæmir. Aðrir hyggja, að aukin mótstaða erfist með einhverjum hætti frá eldri smituðu kynslóðunum, eins og kann að vera um mislinga. Þriðju halda, að með vaxandi varúð, hreinlæti og vörnum verði smitunin svo væg, að hún þolist betur og betur. Hvernig sem þessu er farið, þá er það nokkurn veginn óyggjandi, að * Þetta á einkum við borgarlýð, síður við sveitir.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.