Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1930, Síða 36

Læknablaðið - 01.07.1930, Síða 36
122 LÆICNABLAÐIÐ Smágreinar og athugasemdir. Brottrekstur úr Læknafélagi íslands. í sambandi við umræður á Læknaþinginu um brottrekstur, gat land- læknir þess, aö liepjiilegt væri a'ð koma á sérstökum dómi, er skyldi dæma um mál lækna, sem stjórnin eða einstakir félagsmenn vilja gera ræka úr Læknafél. ísl. Gat landl. þess, að þannig er þessum málum skipað í lækna- félögum annarstaðar á Norðurlöndum. Till. ]>essi er timabær, þvi þau tiðkast nú hin breiðu spjótin i félagi voru. Stjórn Læknafél. ísl. hefir nýverið gert tvo lækna (Sigv. Kald. og L. Jónss.) ræka úr fél., og á síð- asta Læknaþingi flutti Arni Pctursson í fundarlok till. um að reka E. Ast- ráðss., vegna aðstoðar hans við lækningar á Nýja Kleppi. Væntanlega skilja ekki til fulls aðrir en þeir setn revnt hafa, hve þung refsing það er, að veröa félagsrækur úr stétt sinni. Þetta hafa læknar á Norðurlöndum athugað, og leyfa ekki að beita burtvikningu, nema eftir gaumgæfilega íhugun sérstaks gerðardóms. Hitt er mjög varhugavert. að menn geti borið upp og fengið samþvkta á félagsfundi till. urn brottrekst- ur. J’ar eru alt önnur og miklu minni skilyrði til rósamrar og hlutlausrar athugunar á málsatriðum öllum, heldur en í gerðardómi. Vel má vera, að félagsstjórnin sé i raun og veru annar málsaðili, og dæmir hún þá í sjálfs síns sök. — Vér eigum dómstól út af brotum á Codex ethicus, og mætti væntanlega visa ])essum málum í þann gerðardóm. Annars virðist ekki hafa verið farið samkv. félagslögum með brottvikn- ing þeirra Sigv. K. og L. Jónss. t n. gr. laga f. Læknafél. ísl. er svo ákveðið, að stjórnin geti vikið félága „um stundarsakir úr félaginu og leggja málið, til úrskurðar, fyrir næsta aðalfund.“ En fundargerð Lækna- þingsins síðasta ber ekki meö sér, að stjórnin hafi leitað samþykkis aðal- fundar í þessu efni. G. CI. Pleuritis epidemica í Fære.vjum. R. K. Rasmussen, héraösl. í Ejde, getur þess í bréfi til min, að veiki þessi hafi gert vart við sig í héraði hans siðan i okt. 1929. Sjúklingarnir eru á víð og dreif og ekki auðið að rekja feril veikinnar. Hann segir að veikin sé nokkuð frábrugðin því sem hún var hér. Verður fróðlegt að sjá lýsingu svo athuguls manns eins og héraðsk Rasniusscns á þessum far- aldri. G. H. Eldhætta af röntgenfilmum. Röntgenstörf fara nú fram á 10 stöðum hér á landi: Rvík, Vífilsst., Hafnarf., Vestm.eyjum, Seyðisfirði, Brekku i Fljótsd.héraði, Akureyri, Kristnesi. Sigluf. og ísaf. — Vafalaust verður röntgentækjum komið upp á fleiri stöðum hér á landi, á næstu árum. Alstaöar ér á röntgenstofum geymt æði niikið af gömlum og nýjum filmurn. En filmur eru, sem kunn- ugt er, mjög eldfimar, og ]>arf ])vi að gæta ntestu varúðar við geymsluna. Þessu þurfa hérlendir læknar að fara að gefa verulegan gaum. A öörum stað í þessu tbl. er útdráttur af rækilegri grein um þetta efni eftir geisla- lækni á Maria sjúkrahúsi í Stokkhólmi, íslenskum læknum til leiðbeiningar. G. Cl.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.