Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1930, Qupperneq 39

Læknablaðið - 01.07.1930, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 125 merkar stofnanir eru í Rússlandi, þar sem stomatologi skipar öndvegi. Stefnan hnígur í þá átt, aÖ þar séu kendar tannlækningar, er framvegis gangi alveg í hendur lækna. Höf. finst mikið til um höfuðborgina Moskva, sem er í miklum upp- gangi. Hann fann þar m. a. merka spítala f. munnsjúkdóma, er gladdi höf. sérlega sem sérfræðing í þessari grein. Botkin-spitali i Moskva er full- komlega nýtisku sjúkrahús, með öllum sérdeildum. Þar var eitt sinn tekið skambyssuskot úr Lenin, eftir banatilræði. 1 þakklætisskyni var Botkins- spitala veitt stórfé til umbóta og aukningar, og má þakka þessu byssu- skoti að hann er nú að verða miðstöð lækninganna í Moskva. í Rússlandi eru gefin út 60—70 læknatímarit. Vegna málsins er efni þeirra að mestu ókunnugt annarstaðar. Frá Moskva er 24 klst. ferð til Warszawa, höfuöborgar l’óllands. Höf. virðist ekki hafa kynst mikið lækningum þar. Hélt hann ferðinni áfram til Berlínar og lýsir talsvert Friedrich-Wilhelms háskólanum, þar sem allt má læra, sem nöfnum tjáir að nefna. — Skal það ekki nánar rakið hér, en litillega minst á tœki til galðloftssvœfinga, sem höf. bendir á. Fást þau hjá firmanu dr. Ernst Silten í Berlín. Verð ca. sænskar kr. 700,00. Hylki með 1,5 kg. af fljótandi glaðlofti kostar um 10 kr., og endist það í ca. 4 svæf- ingarklst. G. Cl. S. A. Holböll: Om Indikationerne for Thyreoidin-behandling af Adipositas. Ugeskr. f. Læger no. 4, 1930. Áriö 1894 reyndu læknar fyrst thyreodin til megrunar (Leichtenstern). Var sýnt fram á, aö thyr. jók brenslu í líkamanum, og gat þannig valdið því að sjúkl. lögðu af. Thyr. hafði því miöur i för meö sér skaðleg áhrif, svo sem veiklun á hjarta, svefnleysi, svita, taugaveiklun o. s. frv. Læknar hættu því aö nota þessa lækning, og var svo í mörg ár. En á síðari árum er thyreoidin komið til vegs og virðingar á ný, sem gott megrunarlyf, ef öll gætni er viðhöfð. Thyreoidin eykur „basal“-efnaskifti líkamans, þ. e. a. s. örvar oxydation, sem einmitt reynist í minna lagi hjá feitu fólki. Venjulega þarf þó jafnframt að draga af sjúkl. i mat, til þess að hann 1 é 11 i s t. Annars verður að nota alt of rnikla skamta af thyr., með þar af leiðandi eitrunar-einkennum. Þvagmyndun eykst, og gerir það sitt til, að sjúkl. léttist. Menn hafa líka notað diuretika, til þess að flýta fyrir að sjúkl. megrist. | | M Á siðari árum hafa verksmiðjur framleitt thyreoidin með þéktum styrk- leika, og er því kostur á að skamta lyfið með meiri nákvæmni, en áður, og þannig, að sjúkl. sé forðað frá eitrun. Venjulega hverfa eitrunarein- kennin á nokkrum dögum, ef hætt er við lyfið. En stundum hefir það farið á annan veg; sjúkl. hafa komist i svipað ástand sem við Mb. Basedowi, og hefir það riðið þeim að fullu. Er litið á þetta sem idiosynkrasi gagn- vart lyfinu. Eitrunareinkennin eru sem við hyperthyreoidismus. Menn eru mjög misnæmir gegn thyreoidin, og verður læknirinn því að fara gæti- lega í byrjun. Einn maður þolir mætavel skamt, sem veldur alvarlegri eitrun hjá öðrum. Höf. bendir á, að erfitt sé að fá varanlega megrtrn á fólki með thyr.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.