Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1930, Qupperneq 40

Læknablaðið - 01.07.1930, Qupperneq 40
I2Ö LÆKNABLAÐIÐ Oft vill sækja í sama horfiö aftur. Þessvegna er mjög nauösynlegt, aS koma i tæka tíð í veg fyrir fituna, hjá þeim, sem hafa upplag í þá átt. A'ðalatriöið við megrunarlækning er, aS i. draga ur „kaloriu“-gildi matarins og 2. auka brenslu líkamans (meS auknu erfi'Si eSa meS thyre- oidin), eöa hvorttveggja. Höf. ráðleggur að byrja ætíS meö þvi eingöngu, aS breyta fæðinu: Telur hæfilegt aS menn léttist ekki nema 1,5 eöa 2 kg. á mánuöi. Venjulega mun þó æskilegt, a'ð þetta gerist fljótar, einkum ef losa þarf sjúklingana viö sum þau vandræSi, sem mest eru áberandi hjá ístrubelgjunum, sem sé vanlíöan í ganglimum, vegna hinnar miklu byrSar, er á þeim hvílir. Aftur á móti er varasamt aS nota thyreoidin (eSa aukna áreynslu á vöövana) þegar ber á decompensatio cordis; en þa'S er ekki óalgengt hjá of feitu fólki. Þá er hjartaS svo veikt, og á svo erfitt, aS ekki má bæta á þaö því aukna erfiöi, sem thyr.-inngjöfin hefir í för meS sér. Hjá þessum sjúkl. veröur aö leggja aSaláhersluna á aö draga af fæ'ðinu. Höf. ráðleggur aö nota ekki thyreoidin lengur en 1 mánuS í senn, og þaö þótt varlega sé fariö í sakir. G. Cl. Dr. F. Knutsson, Stockholm: Om röntgenfilmens eldfarlighet. Nord. Medic. Tidskr. no. 19, bd. 2, 1930. Eftir hinn hro'Salega spítalabruna í Cleveland, Ohio, áriÖ 1929, hafa röntgenlæknar mjög rætt og ritað um eldhættu af röntgenfilmum. Eldur- inn kom upp í íilmugeymslu í kjallara s])italans, og var um kennt ónógri varúð. Reykurinn barst um allan spitalann og var banvænn inriöndunar. Sem betur fer voru flestir sjúkl. rólfærir. Eldurinn kom upp um hádegis- bil, og voru þá 225 manns í húsiriú, sem er fjórlyft. Nitrofilmurnar lágu á tréhillum; alls voru um 3 smál. af filmum í húsinu. Nokkrir læknar og hjúkrunarkonur dóu skvndidauða, sitjandi við vinnuborð sín; aðrir kom- ust út á gang, en hnigu þar niður örendir, af eiturloftinu. Enginn komst lífs af, sem andaði að sér nokkru verulegu af þessum eitruÖu lofttegund- um. Etiginn dó af bninasármh, en allir vegna innöndunar á CO, HCN o. fl. bráðdrepandi efnum, sem koma upp af filmueldi. Óvíst um upp- tök eldsins. Röntgenfilmur hafa hingaö til að heita má einvörðungu verið gerðar úr nitrocellulose. Filman sjálf er alveg gegnsæ, en á báðar hliðar hennar er dregin himna úr ljósnæmu brómsilfri. Þessi svonefnda nitrofihna er aíar eldfim, og gefur frá sér baneitraðan eim og svælu, við bruna. — Nýlega er farið að framleiÖa acetylfilmur, sem eru engu eldfimari en venjulegur pappir og brenna án myndunar eiturlofts. Acetylfilman er dýrari en sú fyrnefnda; er auk þess ófullkomnari til myndatöku, vill verpast, og hæpið að myndir sem teknar eru á acetylfilmur haldist um lengri tíma óbreyttar. Þess vegna nota menn fremur nitrofilmur, þótt eldfimar séu. Hrávaran við filmugerð er pappírsefni eða baðmull, þ. e. a. s. cellulose, sem er polysaccharid. Sáltpéturssýra breytir því í nitrat. (Trinitratið er skotull, sem er sprengiefni, og náskylt nitrofilmu, í kemisku til- liti). Mono- og dinitratið er blandað kamfóru, og myndast þá celluloid, sem er uppistaðan í röntgenfilmunni, og ber brómsilfrið á báðum borðum. Röntgenfilman þolir alt að 90° hita, en byrjar þá að taka breytingum. Við ófullkominn filmubruna myndast kolsýrlingur, köfnunarefni og sam- bönd af því, blásýra o. fl. Menn hafa getið sér þess til, að blásýra kunni

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.