Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1930, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.1930, Blaðsíða 3
16. árg. Reykjavík, desember 1930. 11.-12. tbl. Þrír keisaraskurðir. Eftir Stcingr. Matthiasson. ÞaÖ hefir fallið í mitt hlutskifti, á síðustu sjö mánuðum, að gera þrjá keisaraskurði. Þessir skurðir hafa hepnast framar öllum vonum, og eg er í engum vafa, að fyrir þeirra tilstilli eingöngu komust þrjú lifandi, full- burða l)örn í heiminn, sem annars hefðu dáið. En um það, hvort eg hafi bjargað lífi mæðranna, einmitt með þessum aðgerðum, má sjálfsagt deila, þegar lesnar eru neðanskráðar sjúkrasögur. Eg fyrir mitt leyti tel senni- legt, að öllum konunum hefði staðið talsVert meira heilsutjón og meiri lífs- hætta af öðrum aðgerðum en keisaraskurði. í stuttu máli voru tilefnin þau, að allar konurnar voru rosknar frum- hyrjur, yj—yp ára gamlar, og aöalmeinin þessi: 1. konan hafði: Nefritis, oedernata og ecclampsia imminens., 2. konan: Placcnta prœvia, og 3. konan : Pclvis spondylolisthetica. Þær aðferðir, aðrar en keisaraskurður, sem eg gat valið mér, voru þessar: Við fyrstu konuna: Bið —- og Strogonoff-meðferð; síðan töng og perfora- tio, eða vending, og perforatio að auki. Við aðra konuna: Bið, með fyrirsjáanlegum blóðmissi; þá tróð (senriilega ítrekað) ; síðan vending og framdráttur á fæti, til blóðstöðvunar og út- víkkunar, og loks ef til vill töng á síðastkomanda höfði. Við þriðju konuna: Bið, þar til góð útvíkkun kæmi, síðan perforatio, eða vending, og sennilega perforatio á síðastkomanda höfði. Eg valdi keisaraskurð handa öllum konunum af því, að eg taldi hann auðveldastan fyrir sjálfan mig, og lang hættuminstan fyrir þær allar. Fyrstu konuna þekti eg vel, sem veikbygða, lengi berklasjúka konu. Ef til vill hafði hún að auki nokkur grindar])rengsli, en í öllu falli afarískyggi- legan bjúg, sem gerði allar aðgerðir erfiðar. Næsta konan var veikluð af blóðlátum, og með rigid fæðingarvegi (39 ára). Þriðja konan hafði grindar- þrengsli svo mikil, að ekki var viðlit, að hún skilaði lifandi barni rétta leið. En um allar konurnar mátti segja það fyrir, að þær áttu í vændum ófyrir- sjáanleg traumata, við vendingu og mutilations-VtSicvSir, og þar með vart hjákvæmilega infcctio, enda tvær konurnar þegar með infektions-sjúkdóma, þ. e. cystitis og cystopyelitis. Eg finn ástæðu til að gera grein fyrir þessum tiltölulega tíðu keisara- skurðum i mínum litla verkahring, meðfram þess vegna, að einhverjir kunna að væna mig um einhverja sérlega Jack-the-ripper ástriðu, þar sem eg hefi gert keisaraskurð svo oft (eftir okkar litla mælikvarða), eða sex sinnum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.