Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1930, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.12.1930, Blaðsíða 18
184 LÆKN ABLAÐIÐ eftir sérstökum samningum, enda skal þaÖ tilskilið, að utanfélagslæknar taki ekki þátt í þeim störfum, meðan samningar standa. Félagsmenn verða ásáttir um sameiginlega gjaldskrá fyrir læknisstörf. ii- gr. — Félagsmenn skulu skyldir að hlýta „codex ethicus“ L. í., en auk j)ess getur félagið sett meðlimum sínum nánari reglur um hegðun í félags- og stéttarmálefnum. 12. gr. — Nú vill einhver gerast félagsmaður, og skal hann þá tilkynna jrað stjórninni. Gretur hún ])á veitt honum upptöku til bráðabirgða, en bera skal hún hann upp til samþykkis á næsta reglulegum fundi. 13- gr- — Félagið getur kosið heiðursfélaga og kjörfélaga, lækna, vísinda- menn eða velunnara félagsins. Skal það gert á fundi, enda greiði fund- armanna J)vi atkvæði. 14. gr. — Stjórnin getur til bráðabirgða vísað mönnum úr félaginu, ef hún telur ástæðu til; en stjórnin skal bera brottrekstursmálrð upp til úr- skurðar á næsta reglulegum félagsfundi. Sakborningur getur j)ó vísað úr- skurðinum til gerðardóms samkv. codex ethicus. Ekki hefir þó málskot hans áhrif á brottreksturinn, meðan á j)ví stendur. 15. gr. — Nú greiðir félagsmaður ekki gjöld sín til félagsins samt'leytt í 2 ár, og getur hann ])á ekki lengur talist félagsmaður, unz hann greiðir gjöld sín að fullu. Læknar, sem hættir eru læknisstörfum fyrir aldurs sakir eða sjúkdóms, skulu undanþegnir félagsgjöldum, svo og þeir aðrir, sem félagið ákveður. 16. gr. — Lögum J)essum má breyta á aðalfundi, enda skulu j)á tillög- ur um breytingar fylgja fundarboðinu. Lagabreytingar eru því aðeins íog- mætar, að fullur helmingur félagsmanna sé á fundi og % þeirra greiði þeim atkvæði. Nú er aðalfundur ólögmætur sakir ónógrar jiátttöku, og skulu j)á breyt- ingatillögurnar bornar upp á næsta fundi, sem stjórnin kveður til innan mánaðar, og ræður þá afl atkvæða. Bráðabirgðarákvœði. Lög j)essi öðlast ])egar gildi. Núverandi stjórn er rétt kosin til aðalfundar i Mars 1931. Næsta reikningsár nær frá 1. Októ- ber 1930 til 31. Desember 1931. Fundur var haldinn í L. R. mánudaginn 8. des. 1930, á venjulegutn stað og tíma. 1. Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samj)ykt. Forseti lýsti ])á hin nýju lög félagsins gengin í gildi, og öll eldri lög og ákvæöi, er færu í bága við þau fallin úr gikli. 2. Skrumauglýsingar. Ivarl Jónsson hóf umr. og mintist á nokkur dæmi, er snertu sérgreiu hans (nuddlækningar) og bar að lokum fram svohljóð- andi tillögu: „Fundurinn skorar á heilbrigðisstjórnina: I: að átelja harðlega skrumauglýsingar nuddkvenna og -manna, gler- augnasérfræðinga, lækna o. fl. II: að benda almenningi á, í opinberu riti, hversu varhugavert geti verið að láta nudda sig án læknisskoðunar.“ Landlœknir upplýsti, að skv. fyrirskipun stjórnarráðsins eiga massör- ar aö nefna sig nuddkonur og nuddmenn. Enginn, sem nuddverk stundar,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.