Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1930, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.12.1930, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 183 Skulu þeir kosnir á aöalfundi til eins árs í senn. Þeir eru skyldir a8 taka á móti endurkosningu aÖ minsta kosti einu sinni, nema forföll hamli, er fundurinn tekur gild. Stjórnin annast allar framkvæmdir félagsins, nema ö'Öruvisi sé ákveÖið. 4. gr. — Félagið heldur fundi annan mánudag hvers mánaðar, í mánuð- unum október til maí, og aukafundi þegar stjórnin telur þess þörf eða að minsta kosti 4 félagsmenn óska þess. Fundarefni reglulegra funda skal auglýsa félagsmönnum með minst 3ja daga fyrirvara, en aukafunda eftir því sem ástæður leyfa. Fundurinn er því að eins lögmætur, að hann sé löglega boÖaður, og álykt- unarfær ef félagsmanna eru á fundi. Nú reynist fundur ekki álylctunarfær, og getur þá stjórnin kvatt til auka- fundar, þó ekki fyr en eftir viku, og skulu þá að eins hin sömu mál á dag- skrá. Sá fundur er ætíð ályktunarfær. 5. gr. — Aðalfundur skal haldinn í mars ár hvert. — Þessi eru skyldu- störf hans: 1. Stjórnin skýrir frá störfum síðasta árs. 2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga. 3. Lagabreytingar, ef til kemur. 4. Stjórnarkosning. — Hver stjórnarmeðlimur skal kosinn sérstaklega. Nú fær enginn, í hvert starfið sem er. meira en helming greiddra atkvæða, og skal þá kosið aftur bundnum kosningum um þá tvo. er flest fengu atkvæði. Hlutkesti ræður, ef atkvæði reynast þá jöfn. 5. Kosnir tveir endurskoðendur allra reikninga félagsins. 6. Arstillag ákveðið fyrir eitt ár í senn. — Reikningsárið er almanaksárið. 7. Læknablaðið. — Lagöir fram endurskoðaðir reikningar Læknablaðs- ins, kosið í ritstjórn þess (samkv. 6. gr.). 8. Styrktarsjóður ekkna og munaðarlausra liarna íslenskra lækna. —• . Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Ekknasjóðsins og kosið í stjórn hans. 6. gr. — Félagið gefur út „Læknablaðið“. Ritstjórn þess annast 3 menn, kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn, og gengur einn úr hvert ár, eftir starfsaldri. Ritstjórnin skifir með sér störfum. Nú foríallast einn eða fleiri úr ritstjórninni, og er þá félagsstjórnin skyld að sjá fyrir varamanni eða mönnum. Læknablaöið skal að jafnaði koma út einu sinni á mánuði hverjum. Verð þess skal ákveðið á aðalfundi hverjum til eins árs i senn. en reikningsár þess er almanaksárið. 7. gr. — Félagið styður að viðhaldi og eflingu „Ekknasjóðsins", svo sem ákveðið er i skipulagsskrá hans. 8. gr. — Félagið beitir sér fyrir almenningsfræðslu um heilbrigðismál og ákveður októberfundurinn nánar um það fyrir hvert starfsár. 9. gr. — Félagið sér um læknavörð að næturþeli og á helgidögum um sumarmánuöina, Júni til September. Skyldir til að taka þátt í varðlæknis- störfum eru allir þeir íélagsmenn, sem stunda almennar lækningar, enda geta ekki aðrir en þeir orðið varðlæknar. Undanþegnir skyldu þessari mega ])ó vera þeir læknar, sem orðnir eru 50iára að aldri, svo og aðrir læknar, er félagfð kann að veita undanþágu. 10. gr. — Félagslæknar hafa á hendi læknisstörf fyrir sjúkrasamlög,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.