Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1930, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.1930, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 179 AnnaÖ er þaÖ, að meðan fylgjan er ekki fædd, þá er fæðingunni ekki lokið og konan verÖur óróleg og fær ekki þá hvíld, sem henni er nauðsyn- leg. Þvi er það, að menn vilja ógjarna híða aðgerðalausir eftir fylgju meir en 1 klukkustund eða svo. Hvað skal þá gera, ef fylgja fæðist ekki innan hæfilega langs tíma, eða ef blæðing rekur á eftir að hafist sé handa? Full þvagblaðra getur orðið þess valdandi, að fylgjan fæðist ekki, þó að laus sé, og séð hefi eg fylgju, sem lengi hafði verið hisað við, renna út nær þvi sjálfkrafa, er blaðran hefir verið tæmd nteð þvaglegg eða ]:<rýst- ingi. Annars er venjulega fyrsta ráðið að reyna Credés handtak. En ]>að er ekki santa, hvernig ])að handtak er gert, ])vi aö sé það gert klaufalega, getur það orðið til þess að beygja saman legið, anteflektera ]>að, og loka fylgjuna inni, en konan hefir ekkert upp úr þvi nema óþægindin. Eins má eiga það á hættu, að hverfa við leginu með öllum þeim hættum, sem inversio uteri eru samfara. Áður en Credés handtak er gert, þarf að framkalla hríð, nteð því að nudda legið, og þrýsta sí'ðan jafnt og þétt niður og aftur með þumalfingrinum framan á leginu en hinum fingrunum aftan á þvi. Með þessu móti næst fylgjan oftast nær fram, sé hún á annað Itorð laus orðin við fylgjustæðið. Sé svo ekki, ])á ])arf að neyta annara hragða til ])ess að losa hana. Best losnar hún venjulega við góðar hríðir, og þær ntá oftast fá með pituitringjöf. Pituitrinið ntá gefa undir húð eða i vöðva, en lang- hest og fljótust verkun fæst með því að gefa það í æð. Þá kentur venju- lega samstundis góð hríð, sem oftast helst nokkuð lengi. Eftir ]>að má svo reyna Credés handtak aftur. Dugi það nú ekki að heldur, oft vegna þess, að konan þolir ekki átakið og streytist á móti, spennir kviðvöðvana, ])á má reyna Credés handtak í svæfingu, og ef til vill reyna að hjálpa til að losa fylgjuna með því að kreista legið milli fingranna. Með þvi móti losnar fylgjan venjulega, svo að hægt er að þrýsta henni út: en oft er þá sá galli á, að fylgjan rifnar, svo erfitt verður um að dærna, hvort hún hefir kontið öll eða eitthvað er eftir. Þess vegna mun Gabaston hafa komið frani með aðferð sina til þess að losa fylgju, en hún er í því fólgin, að dæla soðnu vatni inn í vena funiculi umbilicalis. Við það þenst fylgjan út og losnar þá frekar, og þykir aðferð þessi hafa gefist vel og er verð ])ess, að reynd verði, sérstaklega þegar svo stendur á, að ekki liggur alt of mikið á vegna blæðingar. Lánist ekki að ná fylgjunni með ])eint ráðurn, sem nú hafa veriö talin, er ekki annað fyrir en að sækja hana með hendinni. Það hefir altaf verið talin hættuleg aðgerð vegna sýkingarhættu, eins og allar intra-uterinar aðgerðir við fæðingar, en þó sérstaklega vegna þess, að hér er venjul. um konur að ræða, sem orðið hafa fyrir miklum hlóðtnissi og eru því sérstaklega nærnar fyrir sýkingu. AÖgerð þessa er altaf hest að gera í svæfingu, nema konan sé með- vitundarlaus af blóðmissi eða ])vi scm næst. Stundum er samdráttarbrúnin svo samanherpt, að hún lokar inni fvlgjuna og getur verið erfitt aö kom- ast fram hjá henni og þarf til þess lægni og þolinmæði, en höndin verður þá stundum magnlitil i bili, vegna ])ess hve samdráttarl)rúnin þrengir að henni. Altaf skal losa fylgjuna frá brún hennar, með handarjaðrinum en varast aS bora i hana fingrunum. ])eir gætu þá ef til vill komist annað og lengra en ætlað var. Þegar fylgjan er losuð, er best að láta hana renna niður með handleggnum og oftast er auðvelt að átta sig á því, hvort

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.