Læknablaðið - 01.06.1931, Blaðsíða 31
LÆKN ABLAÐIÐ
IOI
IX. mál á dagskrá:
Nefnd sú, sem kosin var til þess að athuga tillögur stjórnarinnar um
reglur um brottrekstur félaga, skilaði svohljóðandi brtt. Framsögum. nefnd-
arinnar var Stgr. Matthíasson.
1. brtt.: I stað: tilkynna nteð símskeyti eða bréfi, komi: tilkynna
2. — : Endir n. gr. hljóði svo: .... Þá getur hann eftir 2 ár frá
brottrekstri snúið sér til stjórnarinnar með tilmælum um, að
hún beri það upp á aðalfundi, að hann fái fulla uppreisn mála
sinna, og getur það orðið með samþykki % atkv.
3. — : Orðin í 11.gr.: .... — innan hálfsmánaðar frá tilkynningu —
falli niður.
Dr. Helgi Tómasson kom með svohljóðandi viðaukatillögu við 11. gr.:
Brottreksturinn telst frá dagsetningu tilkynningarinnar.
Breytingatillögur nefndarinnar samþ. með 15:3 atkv.
Viðaukatill. Dr. H. T. samþ. með 15 samhlj. atkv.
Framhaldsfundur 6. júlí.
I. mál á dagskrá:
Próf dr. med. L. S. Fridericia, flutti fyrirlestur um vitaminrannsóknir.
Var erindið þakkað með lófataki.
Fyrirlesarinn sýndi á eftir skuggamyndir frá Hygiejnisk Institut í Kö-
benhavn.
II. mál á dagskrá:
Dr. med. Helgi Tómasson flutti erindi um samrannsóknir á blóðþrýst-
ingi og rannsóknir sínar í því efni. Þakkað með lófaklappi.
III. mál á dagskrá.
Stjórnarkosning:
Guðmundur Hannesson .... með 25 atkv.
M. Júl. Magnús........... — 23 —
Magnús Pétursson ......... — 21 —
Varamaður kosinn: Dr. Helgi Tómasson með 6 atkv.
Þ. J. Thoroddsen.
P. V. Kolka.
Læknafélag Reykjavikur.
(Utdráttur úr fundargerð).
Fundur var haldinn í L. R. mánudaginn 11. maí 1931.
I. Dr. G. Claessen sýndi sjúkling með ulcus rodens faciei.
II. Próf. Guðm. Thoroddsen sýndi operationspræparat frá 36 ára gl.
sjúklingi — scirrhus ventriculi — og sagði ýtarlega sögu sjúklingsins.
Þrátt fyrir excessiv anæmia (simplex) hafði sjúklingurinn aldrei haft blóð
í fæces svo vitað yrði. — H. H. og M. E. mintust á skyld tilfelli.
III. Magnús Pétursson flutti erindi: Framtíðar læknaskipun Reykja-