Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1932, Side 14

Læknablaðið - 01.11.1932, Side 14
LÆKNABLAÐIÐ 156 F.ins og eg drap á þar, virtust mér stærstu og vítaverÖustu misfellurnar, sem eg sem spítalalæknir rakst á, viíSvikjandi greiningu lungnaberkla, stafa af því, hva'S sumir læknar trössuöu hrákarannsóknir; gat komiÖ fyrir, aÖ bráðsmitandi sjúklingur væri vikum, að eg ekki segi mánuðum saman, álitinn að hafa lungnakvef, þó að ein einasta hrákarannsókn hefði getað skorið úr, hvað um var að vera. I seinni tíð hefir þetta breyst mjög til batnaðar. Nú er orðið tiltölulega fátítt, að læknar trassi hrákarannsókn úr hófi fram, og ]ió hendir það stöku lækna, jafnvel i Reykjavik, þar sem hrákarannsókn er ókeypis og ómakslaus fyrir lækninn. Leit að smiti í hráka má aldrei undir höfuð leggjast, ef einhver uppgangur er, og minsti grunur er um lungnaberkla. Hrákarannsóknin er svo þýðingarmikil af því, að hún er mjög oft jákvæð á byrjunarstigum lungnaberkla, einmitt þegar hlustun bregst oft, eins og áður er sagt. Ganga sumir læknar svo langt, að þeir telja, að ekki sé fengin full sönnun fyrir virkum lungnaberklum, nema smit finnist í hráka. Auk þess sem jákvæð hrákarannsókn sker úr um sjúk- dóminn, þá er jafnframt vitað, að sjúklingurinn er smitandi, og ennfrem- ur fengin bending um, að hola sé að myndast, eða sé mynduð í lunganu, svo að athuga þurfi með Röntgenskoðun, hvort sjúklingurinn þurfi ekki þegar i stað sérstakrar aðgerðar við (pneumothorax). Blóðsökk: Flestir berklalæknar telja, að blóðsökk hafi allmikla þýðingu við greiningu lungnaberka. Eg hefi áður í Lbl lýst, í hverju hlóðsökk er fólgið, og hvernig það er mælt. Vil þvi aðeins rifja upp þetta. Aukið blóð- sökk er algerlega óspecifikt fyrirbrigði. Við lungnakvef og ýmsa væga kvilla, sem mint gætu á byrjandi lungnaberkla, er það sjaldan hækkað, og aldrei að mun. Við virka lungaberkla og ílesta alvarlegri sjúkdóma, er það að jafnaði hækkað, en þó ekki altaf. Eðlilegt sökk útilokar því ekki berkla, en sé það hækkað að mun, bendir það tvímælalaust á berkla, eða annan all- alvarlegan sjúkdóm. Aukið sökk og hiti eru þvi hliðstæð fyrirhrigði. Hafi sjúklingur hita, leitar læknir að orsökinni; sama ber honum að gera, sé sökkið aukið. Erlendis þykir það næg ástæða til að leggja sjúkling til at- hugunar inn í sjúkrahús, ef hann heíir hátt sökk, sem ekki hefir fengist full skýring á. Eg er ekki í vafa um, að ef sökk-mæling væri alment not- uð við greiningu lungnakvilla, mundi koma í ljós, að hækkað sökk ýtti svo oft undir frekari rannsókn á sjúklingnum, að það mundi draga all- verulega úr líkunum fyrir, að læknum sæist yfir lunguaberkla. Sökkmæling er mjög óbrotin og fyrirhafnarlítil. Kostur er það lika, að ekki þarf að mæla sökkið strax, eftir að blóðið er tekið, heldur má safna saman þeim blóðprufum, sem teknar eru í viðtali eða sjúkravitjunum, og mæla sökkið í þeim síðar dagsins, svo mörgum samtimis, sem tæki leyfa. TuberkuUnþróf: Um tima gerðu menn sér allmiklar vonir um, að greina mætti virka berkla með því að dæla allstórum tuberkulinskömtum (0,1— 10 mgr.) undir húð sjúklinga. Þeir, sem fengu hitaveiki, áttu að hafa virka berkla, hinir ekki. Próf þetta rejmdist að draga ekki eins skýrar linur milli virkra og gró- inna berkla, eins og búist var við i fyrstu. Ennfremur reyndist ])að geta ýft svo gróna (latent) lungnaberkla, að þeir yrðu virkir á ný. Er því próf þetta viðast litið notað. Hörundspróf með tuberkulini (Pirquet, Mantoux, Moro) er einnig jákvætt við gróna berkla, og hefir þvi litla þýðingu, nema það sé neikvætt. Ekki er fult samkomulag um, hve mikið mark sé takandi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.