Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1932, Síða 15

Læknablaðið - 01.11.1932, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 157 á neikvæðum Pirquet. Þó má fullyrða, aÖ hann geri þa<5 mjög ósennilegt, aÖ sjúkl. sé haldinn af byrjandi lungnaberklum, nema jafnframt séu mis- lingar eÖa aðrar kunnar tækifærisorsakir til staðar. Á aldrinum 15—35 ára er sennilegt, að hér á landi séu um 50—-80% með jákvæðan, eða 20— 50% með neikvæðan Pirquet. Það virðist því ástæða til, að þetta einfalda og meinlausa próf sé gcrt oftar en nú tíðkast. Röntgenskoðntt: Það er Röntgenskoðunin, sem hefir breytt svo mjög hugmyndum manna um byrjandi lungnaherkla og gang þeirra. Það er hún, sem hefir fært mönnum heim sanninn um, að útbreiddar berklabreytingar geti verið í lungum, án þess þær finnist við hlustun. Það er hún, sem hefir sýnt, að hljómbrigðin, sem lungnaholur áttu að þekkjast á, eru ekki til stað- ar, nema í litlum hluta tilfella. Það þykir sannað, með samhliða Röntgen- mynd og vefjaskoðun, að jafnvel litlar berklaörður í lunga geta komið fram á mynd. Það er þvi ekki að furða, þó Röntgenskoðun sé nú orðið talin fullkomnasta rannsóknaraferðin við greiningu lungnaberkla, og sé með öllu ómissandi í öllum vafa-tilfellum. Röntgenskoðun hefir þó sina ann- marka. Vafalaust er, að þó litlar berklaörður geti sést á mynd, þá sjást þær ekki, ef þær liggja fjarri filmunni eða bera i rif eða viðbein. Væntanlega skiftir þetta þó ekki miklu máli, slikar smáörður mundu að jafnaði hættu- litlar og ekki sannanlegar með öðrum rannsóknaraðferðum. Verra er, að oft er ekki hægt að ákveða með Röntgenskoðun, hvort um virka berkla eða gamlar, tiltölulega meinlausar (latent) breytingar er að ræða. Ennfrem- ur eru æðateikningar í hilus svo mismunandi, að erfitt getur verið að draga þar línur milli þess, sem er sjúkt og heilbrigt. Röntgenskoðun útilokar því ekki aðrar rannsóknaraðferðir við greiningu lungnaberkla, en gefur í sambandi við þær, að jafnaði, svo skýr og augljós svör, að ekki verður um vilst. Fullkomin Röntgenskoðun er fólgin í gegnlýsingu og mynd. Oft verður að láta sér nægja gegnlýsingu eina. Kostir hennar eru: Hún er handhæg, íljótleg, tiltölulega ódýr, og að hægt er að sjá í mismunandi fleti (plani) gegnum sjúkl., með því að snúa honum bak við lýsingarplötuna. Er það mikill ávinningur fram yfir mynd, einkum við greiningu á breytingum í hilus og lungnaholum, enda sjást þær alloft betur við gegnlýsingu en á mynd. Stór ókostur er það á gegnlýsingu, að við hana sjást ekki litlar berklaörður eða miliöst útsæði. Bót er þó í máli, að ef um takmarkaðar breytingar af þessu tagi er að ræða, þá eru þær að jafnaði hættulitlar, en ef miliöst útsæði væri útbreitt í lungum, mundi það bér og þar renna sam- an og gefa sýnilega þrotabletti, og auk þess mjög greinilegar hilusbreyt- ingar. Miliær berklar í lungum sjást ágætlega á Röntgenfilmum, og yfir- leitt er myndin, sem maður fær á filmuna skýrari, en sú er á lýsingar- spjaldinu sést. Kostur líka við filmuna, að maður getur skoðað hana hve- nær sem er í næði, en ókostur auk dýrleika, að myndin er ekki tekin nema í einum fleti (plani). Annars skiftir það ekki miklu máli í þessu sam- bandi, hvernig á að framkvæma Röntgenskoðun, heldur hitt, á hvern hátt hún geti orðið almennari en nú er; væri það ómetanlegur hagur, bæði fyrir sjúklinga og lækna, að svo gæti orðið. Röntgentæki eru nú orðið mjög viðráðanleg að dýrleika. Má fá nothæft tæki, með öllu tilheyrandi, fyrir 3—8 þús. krónur. Ódýrustu tækin eru þannig, að tengja má þau hvar sem er við Ijósa-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.