Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 163 Á árinu, sem nú er a'S kveSja, hefir komið fram stórmerk nýjung viS- vikjandi fyrirkomulagi röntgenáhalda. Það er útbimaður, er kemur í veg fyrir alla liœltu af háspcnta rafniagnsstraumnum, sem veitt er frá röntgen- vélinni gegnum röntgenlampana. Þjóðverjar nefna þetta „Hochspannungs- sicherung". Við og við kemur það fyrir, að læknir eða annar starfsmaður (eða jafnvel sjúklingur) lætur lífið vegna háspennunnar. Mestu varfærni þarf til þess að afstýra þessari hættu. Haíi maður tal af starfskonum, er framkvæma röntgenlækningar (therapie), þar sem notuð eru að jafnaði 180—200 þús. volt, kemur í ljós, að hjá þessu fólki er sífeldur uggur um slys, vegna þess möguleika, — ef eitthvað bilar, — að straumnum kunni að slá í áhöld eða sjúkling, enda má það heita vís dauði. Þetta er og ekki að ástæðulausu, því innstillingar á suma likamsparta, t. d. ano-genital- regio, axilla, hálsinn, — einkanlega við þungt haldna sjúklinga — geta verið erfiðar, og vandkvæðum bundið að koma háspennuleiðslunum hæfi- lega langt burtu. Oft er því ekki mögulegt, að stilla röntgenlampann eins og hentugast væri, og sjúklingunum notalegast. Nú er þetta alt á annan veg. Háspennuhættan er yfirunnin. Sérstakur staður í röntgenvélinni er tengd- ur við jörðu, en utan um röntgenlampa og leiðslur er einangTandi útbún- aður þannig, að óhætt er að snerta þessa parta meðan vélin er í gangi. Sjúklingnum er t. d. óhætt að hafa röntgenlampann i handarkrikanum, — ef geisla þarf holhendina — og halda utan um hann með handleggnum. Öll hætta er úti. Nú má tengja röntgenlampa við einangraða leiðslu, eins og venjulegur borðlampi er tengdur við ljósnetið í veggnum. Hér eftir verða röntgenstofur ekki útbúnar nema með þe.ssu háspennuöryggi, og göml- um röntgenvélum smám saman breytt, að þessu leyti. Vafalaust verður mjög íljótlega fyrirboðið erlendis að setja upp nema háspennutrygg tæki. En því miður dregur þetta ])ann dilk á eftir sér, að áhöldin verða dýrari. Útbúnaður nýrrar röntgenstofu hlýtur óhjákvæmilega að kosta nokkuð mörg hundruð krónum meira fyrir bragðið. Nú er á döfinni alveg ný, og áður óþekt gerð á röntgenlömpum. Er hug- myndin að unt verði að stinga þeim inn í vagina, og geisla collum uteri og jaarametria, eða inn í munninn og geisla munnhol, tungu og kok. Háspennu- tryggingin gerir það að verkum, að mögulegt getur orðið, að koma lömp- unum þannig fyrir. Röntgen-ingeniörarnir eru að glíma við þetta, en eng- inn er enn farinn að nota þessa nýju og furðulegu lampagerð. Heimsókn á röntgenvélaverksmiðjum erlendis er rnikils virði fyrir þá, sem eiga að velja vélar i nýja geislastofu, eða gera út um endurbætur á ]íví sem fyrir er. Komumanni er ætíð vel fagnað af forstjórum og röntgen- ingeniörum, enda er búist við hagnaði í aðra hönd. Það er sannarlegt æfin- týri, að koma í Siemenstadt utan við Berlín, þar sem Áíemcnr-verksmiðj- urnar hafa bækistöð sina, eða á Mi'i//cr.?-verksmiðjurnar i Hamborg, sem nú er reyndar orðin hollensk eign, — keypt af Philips. Múller í Hamborg var lengi vel sá, sem framleiddi flesta röntgenlampa i Þýskalandi. Kom síð- ar á markaðinn með Metalix-lampana. Siemens þekkja allir. Sanitas er líka nijög þekt firma. Ennfremur Koch (Co-merka), Stcrzcl, Dresden o. fl. Á Norðurlöndum er Járnhs Elektriska Akticbolag í Stokkhólmi stærsta verk- smiðjan i þessari grein. Framleiðir þó ekki röntgenlampa.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.