Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ ií>5 hafa ])ó háan „standarcl of life“, boriÖ saman viÖ kjör íslenskra lækna. ÞaÖ er varla tiltökumál, þótt lækni utan af Islandi liggi viÖ aÖ öfundast yfir aöstööu sérfræÖinganna í stórum borgum erlendis. Fjölmenni er þar mikiÖ og auÖugt „klientel“; vísindastofnanir i öllum sérgreinum og sér- fróðir verkfræðingar og eðlisfræÖingar á öllum sviðum; læknafélög fyrir allar sérlækningar. — Ef maður þekkir nokkra fag-kollega í einni borg, verður maður þó var við að sitt hvað getur amaÖ að, — hörð samkepni um praxis og embætti, kritur og afbrýðissemi og reipdráttur í félögum. Það eru lika skuggahliðar, þar sem skilyrðin eru best. Afsakið, góðu kollegar, þessa sundurlausu þanka. Hann Magnús Péturs- son „kallaði mig upp í fóninn“, eins og Vestur-Islendingar segja, og sagði hörgul á fundarefni. En þegar forsetinn kallar, verða félagsmenn að hlýða. Mér datt því í hug, að drepa á, hér í kvöld, ýmisleg atriði, sem nú eru á döfinni meðal geislalæknanna. Erindið er ekki itarlegt, að neinu leyti, en aðeins stiklað á því stærsta. Beri-beri á Islandi. (Erindi flutt í Læknafélagi Reykjavikur 10. okt. 1932). Eftir Helga Tómasson. Sjúklingur einn, sem eg hafði til meðferðar vorið 1931, með diagnosis polyneuritis dyscrasica, mintist á það í eitt skiftið, er eg sá hann, að hann væri orðinn sexuell impotent. Datt mér þá í hug, hvort hér skyldi vera um beri-beri að ræða, en beri-beri þýðir impotens. Endurtekin rannsókn með þetta fyrir augum, styrkti mig í þeirri skoðun, að hér væri um beri- beri að ræða. Aðaleinkennin við beri-beri eru polyneuritis, einkum í fótunum, ödemata og önnur cardial insufficiens-einkenni, og impotentia. Sjúklingurinn var 49 ára, giftur, sjómaður, stór og þrekinn maður, sem hafði verið heill heilsu þar til í maímán. 1929. Hann fór þá að kenna dofa í leggjunum, sem smáfærðist upp eftir lærunum og upp á abdomen; í höndunum var einnig nokkur dofi. Samtimis fór hann að kenna mátt- leysis í fótunum. Um sumarið batnaði honum mikið til, svo að hann gat stundað vinnu sína næsta vetur. En í mars—april 1930 versnaði honum á ný, og var nú einnig mjög mœðinn, svo hann varð að hætta vinnu, fyr en hann hafði hugsað sér. Sumarið 1930 batnaði honum aftur nokkurnveginn. A vertíðinni 1931 versnaði honum mjög: Dofinn var nú svo mikill, að hann „fann ekki til þess, að hann stæði á fótunum“, mœði var mjög mikil, hjartsláttur og pseudo-a»iyí«a pectoris köst, svo að hann gat ekki verið á fótum. Er eg sá hann, var mjög mikil hypœstesi, hypalgcsi og hypothermi á báðum fótum, neðsta hluta abdomen og á báðum framhandleggjum. Arc-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.