Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1932, Page 29

Læknablaðið - 01.11.1932, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 171 fslandi (1916—25} var 68% af öllum berkladauða, á árunum o—4, hhb., í Noregi (1930) 75% og í Danmörku sama ár 58%. Það er því augljóst, að örðugt er að benda á sérstaka ættgenga viðkvæmni á þessum árum, en hins vegar gæti það bent á ættgengi, ef fleira en eitt hhb.-tilfellj hjá sömu fjölskyldu kæmi fyrir á þeim aldri er hhb. ekki eru tíðir. Væri æski- legt að safnað væri skvrslum um slíkt. Ef þesskonar tilfelli kæmi oft fyrir hér á landi (en annarsstaðar er það sögð alger undantekning), gæti það skýrt, hve hhb.-tölur eru hér afarháar. Eins og kunnugt er, halda margir því fram, að miklu ráði um minkun berklaveikinnar, að viðkvæmustu ætt- irnar deyi út. í sambandi við viðkvæmni vissra fjölskyldna, má geta þess, að sumir hafa lialdið því fram, að nokkur munur sé á hhb.-viðkvæmni hjá hinum ýmsu þjóðum. T. d. hafa Hcrben og Asscrson haldið því fram, að í Ame- ríku sé Italir, frar, Gyðingar og Svertingjar viðkvæmari fyrir hhb., held- ur en aðrar þjóðir. En til þess að sanna Jætta, j)arf fyllri gögn, en komið hafa fram. Vera kann, að hér ráði aðrar ástæður meiru en þjóðernis- eða ætternis-viðkvæmni, svo sem J)röngbýli og illur aðbúnaður. Má í J)ví sam- l)andi nefna nákvæmar og ágætar athuganir, sem gerðar hafa verið í Gel- senkirchen (Wcndenburg og Gcrkcn) .*. Segir frá hjálparstöðvarstarfsemi í nokkrum hluta borgarinnar, er var undir stöðugu eftirliti í 10 ár, frá 1920 til ársloka 1930. Þessar athuganir og eftirlit náði ekki aðeins til berkla- veikra sjúklinga, heldur til allra heimilismanna J)eirra og félaga. Hið athug- aða svæði hafði 73 J)ús. íbúa. Er skýrslan öll hin fróðlegasta, en eg skal aðeins nefna í þessu sambandi, að hhb. virtist aðallega koma. fyrir í sér- staklega þröngum híbýlum smitandi sjúklinga. III. Meningitis getur komið fyrir á öllum stigum berklaveikinnar, frumstigi, miðstigi og 3. stigi (primer-, sekunder- og tertierstigi), en langalgengust virðist hún vera nálægt takmörkum frumstigs og miðstigs (postprimár eða frúhsekundár), en miklu sjaldnar seint á miðstigi (spátsekundár), og að- eins örsjaldan á 3. stigi (organ-ftisis), og skal með nokkram orðum skýrt frá ])essum tveim flokkum. ,.Postprimar“ eða ,,frúhsckundar“ meningitis (Upphafs-meningítis). Til- tölulega flest hhb.-tilfelli koma skömmu eftir frumsmitun, en vitanlega er oft örðugt að ákveða nákvæmlega frumsmitunar-timann, en helst er þó þéss að vænta, að slíkt megi takast, er um ungbörn er að ræða, ])ví þá eru það venjulega ekki nema fáar persónur, sem komið geta til greina. Til eru nokkrar athuganir, sem virðast mega byggja á (Rcich, Hamburger, Pollak, Dictl, Orosc o. fl.). Nefni eg fyrst athuganir Rcich, enda eru þær einhverjar hinar fyrstu og merkustu, og það er eftirtektarvert, að þær komu fram 1878, ]). e. áður en berklasýkillinn fanst. Tæringarveik ljósmóðir smitar 10 nýfædd börn með innblæstri í lungu. Börnin eru öll á heimilum, er enginn fanst berklaveikur. Börnin dóu öll úr meningitis. r eftir 2(4 mán- uð; 1 eftir 3 mán.; 3 eftir 3^2 mánuð; 2 eftir 4 mán.; 1 eftir 6 mán.; 1 eftir Sy2 mán. og hið síðasta eftir 15)4 mánuð. Pollak segir frá 11 mán- aða gömlu barni, er smitaðist af tæringarveikum sjúklingi, sem dvaldi hjá * Beitr. z. kl. d. Tub. B. 81.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.