Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1932, Síða 30

Læknablaðið - 01.11.1932, Síða 30
172 LÆKNABLAÐIÐ því í 2 klukkustundir. Það fékk meningitis eftir 6 vikur. Epstcin segir frá 2 mánaða gömlu barni, sem var með berklaveikum afa sínum í 38 daga. Barnið dó eftir 2 mánuði úr miliar-berklum. Nokkur tilfelli lik þessum hafa verið athuguð, og virðast þau leiða í ljós, að meningitis kemur oft- ast skömmu eftir frumsmitun. Það er eftirtektarvert, að þó að hhb. sé mjög tíð á 1. árinu, eru fá dæmi þess, að yngri börn en 3 mánaða fái þá, og ósannað, að þeir hafi nokkurn- tíma komið fyrir í börnum yngri en 2 mánaða. Nú virðist, samkvæmt mörg- um athugunum engu máli skifta um undirbúningstímann, hve gömul börn- in eru. Virðist því óhætt að gera ráð fyrir, að hhb. geti ekki komið fyrir fyr en tveim mánuðum eftir frumsmitun. Nú er ekki um það að villast, að undirbúningstími hhb. í ströngum skiln- ingi er ekki sama sem tímabilið frá frumsmitun til framkomu hhb., því að sá sjúkdómur er „sekundær“, „metastatiskur". Hinn sérstaki undirbúnings- timi hhb. hefst með hæmatogen útsæði. Það er rétt að gera sér grein fyrir hve langur undirbúningstími sjálfrar berklaveikinnar sé, þ. e. hve langur tími líður frá frumsmitun til fyrstu ein- kenna. Nú hafa menn ekki betri aðferðir en tuberkulinprófun til þess að finna þessi fyrstu einkenni (allergi). Hamburger nefnir tímabilið frá frum- srnitun til allergi-byrjunar „Biologisk Inkubation". Nú virðast nægi-lega margar athuganir hafa sannað, að allergi (-þ Pirquet) kemur hjá mönnum að jafnaði 4—6 vikum eftir frumsmitun, og virðist það engu máli skifta, hve gamall maðurinn er eða hve smitunin er megn. Þó er sú undantekning frá þessu, að við Lúbeck-slysin kom allergi í nokkrum tilfellum fram í 4. vikunni, og hefir hér væntanlega verið um svo stóra skamta að ræða, að slíkt kemur ekki fyrir við venjulega smitun. Ef það er nú víst, hvenær sjúklingurinn hefir orðið allergiskur, þá get- um við með talsverðri nákvæmni sagt, hvenær smitunin hefir átt sér stað. Nú koma stundum einkenni kringum þau tímamót, er allergi er að mynd- ast og eru sérstaklega 3 nefnd: „upphafshiti“ (Initialfeber, H. Koch), Con- junctivitis phlyctœnularis og crythcma nodosum. Hitakast það sem oft kemur á þessum t'unamótum er sjaldnast hægt að nota til sjúkdómsgrein- ingar, því það getur komið af svo mörgu. Að conjunct. phlyct. stundum kemur samfara allergi-byrjun er kunnugt (Pollak, Hamburger), en hún getur einnig komið seinna við allergi-breytingu. Hins vegar virðist eryth. nod. benda á allergi-byrjun, og undantekning sé að það komi seinna. Orosz gerir grein fyrir 24 hhb.tilfellum, með undangenginni erytli. nod. (athuguðum af ýmsum höfundum). Af þessum athugunum og annari reynslu, kemst hann að þessari niðurstöðu: Mening. tub. kemur að jafnaði 5—6 vikum eftir allergi-byrjun eða 2—3 mánuðum eftir frumsmitun. Hinn stysti tími frá crytli. nod. til framkomu hhb. licfir reynst 10—12 dagar; hins vc.gar kemur meningitis sjaldan seinna cn 3—4 mánuði eftir eryth. nod. eða 6—8 mánuði eftir frumsmitun. Innan þessara takmarka kcmur allur þorri meningitistilfclla. Þá er næst að athuga þau tilfelli, sem koma tiltölulega seint á miðstigi — „spatsckundar meningitis". Þessi flokkur tilfella er miklu minni en hinn er getið var um. Eftir greinagerð Orosz um 200 tilfelli, virðast að eins 17 vera „sein“ tilfelli. Hin voru upphafstilfelli. Þessi seinu tilfelli standa ekki í beinu sambandi við frumsmitún og allergi-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.