Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1932, Side 34

Læknablaðið - 01.11.1932, Side 34
i;6 LÆKNABLAÐIÐ Ekki er i stuttu máli hægt aÖ gefa reglu fyrir því, hvenær járn verkar. Ef unt er aÖ gera ábyggilega blóÖtalningu og ákveÖa hæmoglobin nákvæm- lega, verÖur þó máliÖ tillölulega auÖvelt, því aÖ svo má aÖ orÖi kveða, að járn hæti allar hypochrom (mikrocytær) anæmiur, af hvaða uppruna sem þær eru. Undantekning kvað þó vera svonefnd agastrisk anæmia, sem stund- um hefir orðið vart eftir total eða suljtotal maga-resection. Hún er hypo- chrom, en læknast þó ekki með járni, heldur lifur. Annað mál er það, að vmsir telja, að jafnvel viÖ hypochrom. anæmia, sé lifur góður adjuvans. Best eru áhrif járns við egta chlorosis, enda þýðir þar naumast að reyna annað. Mjög vel er það lika talið að verka við Spátchlorosis. Við achylia gastrica er anæmia mjög algeng, bæði hypo- og hyperchrom. Borghjærg og fleiri fundu, að helmingur sjúklinga með achylia hafði meiri eða minni anæmia, en hjá að eins 15% af þeim var hún hyperchrom. Sérstök tegund af anæmia við achylia gastrica, er Kaxnelsons anæmia. Er hún mjög þrálát, altaf hypochrom, og fylgir henni að jafnaði ödem dilatatio cordis og myelopathia, líkt og við anæmia perniciosa. Auk þess fanst einkennileg hreyting á nöglum (Koilonychi). Einnig hér, er talið að járn verki ágætlega. Við posthæmorrhagisk anæmia, er verkun járnsins því að eins áberandi, að ástandið sé orðið meira eða rninna chroniskt. Við se- cundær anæmia má yfirleitt vænta góðs árangurs, svo framarlega, sem hún er hypochrom. Jafnvel við cancer anæmia, er verkun járnsins oft tals- verð, ef hún aðeins er „mikrocytær". En ])að er ekki altaf tirni, tækifæri né kunnátta, til þess að gera full- komna blóðrannsókn. Læknirinn getur ])ví oft verið í vafa um hverskonar anæmiu sjúklingurinn hafi, og þar af leiðandi, hvaða meðferð eigi við. Og sé hann í vafa, þrátt fyrir eins rækilega skoðun og kostur er á, mun hann oftast hitta naglann á höfuðið með þvi að gefa járn. V. A. Beinbrotameðferð Böhlers. Þegar eg sá grein Stgr. Matth. í Lbl. um þetta efni, mintist eg Fabr.- Möllers í Árósum. Hann er mikill aðdáandi Böhlers, og notar hans aðferðir. Fabr.-M. hafði allar fullkomnustu tilfæringar, svo sem í Wien, en þó með nokkrum smábreytingum frá eigin hrjósti. Komu til hans læknar, víðs- vegar að úr Danmörku, til þess að fá leiðbeiningar, um kaup og smíði á tækjum til beinbrotalækninga. — Eg keypti mér ])á og las „Die Techn. der Knochenbruch-behandlung", eftir TBöhler, til þess að geta betur fylgst með á spítalanum. Einnig var höfð þar til hliðsjónar önnur hók, „Der ungepolsterte Gibsverhand'', sem upprunnin er frá sama spítala í Wien. í fyrstu kom mér til hugar, að eg mundi aldrei geta praktiserað ])ess- ar aðferðir, ef það ætti fyrir mér að liggja, að lenda í afskektu sveita- héraði. Öll áhöldin, margbrotin og dýr, existeruðu aðeins í draumunum. t stað fullkomins borðs, með allskonar útbúnaði til repositionar, kæmi eg að venjulegu rúmfleti, í stað góðra röntgenmynda af brotinu, yrðu að nægja

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.