Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1932, Síða 36

Læknablaðið - 01.11.1932, Síða 36
i/8 LÆKNABLAÐIÐ I3eim héraÖslæknum, sem óánægÖir eru meÖ sjxílkurnar, fóðruðu gibs- umb. og rúmleguna fyrir beinbrotasjúkl. sína, vil eg ráÖleggja að kynna sér áðurnefndar bækur, og athuga hvort þeir geta ekki hagnýtt sér kenningar þeirra, aÖ einhverju leyti. „Betri hálfur skaði en allur,“ segir máltækiÖ. Þó að við förum á mis við allan fulíkomnasta útbúnað, verðum við að reyna að klóra í bakkann, reyna að veita sjúkl. okkar þá bestu meðferð, sem völ er á og við verður komið, eftir ástæðum. Fyrir oss, sem litla æfingu og reynslu höfum, er einmitt sá kostur við þessar bækur, að þær eru nærri því smámunalega nákvæmar i lýsingum og fyrirsögnum. Það verður lítið gagn að þvi að lesa stutta útdrætti úr þessum bókum, nema áður sé búið að fá í sig „andann" úr þeim, með því að lesa þær í samhengi. Aðalkostinn við aðferðir Böhlers tel eg þann, að með þeim geta flestir beinbrotasjúkl. haft fótavist. Loks vil eg geta þess, að mér hefir gefist ágætlega að staðdeyfa brot fyrir aðgerð. — Eg vona að bráðlega hevrist eitthvað um þetta mál írá læknunum við hin stærri sjúkrahús, sem hafa frá fleiri tilfellum og betri útbúnaði að segja. Búðardal, í sept. 1932. Stefán Guðnason. Framhaldsmentun íslenskra læknakandídata. Þegar við eldri læknarnir vorutn að nema læknisfræði í Reykjavík, laust íyrir aldamótin, var við marga erfiðleika að etja, því sjúkrahús og næstum öll önnur tæki til kenslunnar vantaði. Er því hætt við, ef kennararnir hefðu ekki verið hver öðrum betri, að lítið hefði orðið úr nánii. Að prófi loknu var okkur svo sagt að sigla til Kaupmannahafnár, vera þar einn mánuð á einhverri fæðingarstofnun og ganga svo fimm mánuði á einhverja spítala, en hvað þá spítalagöngu snerti, var ekkert greitt fyrir okkur, -—■ engar leið- beiningar né upplýsingar gefnar, hvorki af hendi læknakóla né landsstjórn- ar; áttum við því engan stað vísan. Með því að t'ið höfðum fáa sjúklinga séð og litla æfingu fengið, meðan á náminu stóð, samanborið við kollega í útlöndum, hefði verið nauðs}'nlegt að útvega okkur kandidatsstöðu við sjúkrahús svo sem eitt ár, til æfinga og undirbúnings undir héraðslæknis- starfið, en þessu var ekki að heilsa. Hvernig þessu hefir verið háttað síð- an er mér ekki vel kunnugt, en hræddur er eg um að forráðamenn landsins hafi unnið linlega að því, að sjá læknakandidötum fyrir framhaldsnámi; hve vasklega læknakennarar og stjórn Læknafél. Isl. hafa róið undir, veit eg ekki, en árangur virðist lítill, því síðast i fyrravetur vissi eg til þess, að fá- tækur kandidat varð að ganga sem gestur á sjúkrahúsum í Khöfn allan sinn framhaldsnámstíma, og er fremur lítið upp úr þvi að hafa hjá þvi að fá að vinna sem læknir á sjúkrahúsunum, og taka verður tillit til þess, að fái maður kandidatsstöðu, er hú.snæði með ljósi og hita og fæði ókeypis og máske smávegis laun, en gesturinn fær aðeins að horfa á, og nýtur engra hlunninda. Eitthvað hafa íslenskir læknar og aðrir íslandsvinir i Danmörku Vinnið að þvi siðustu ár, að greiða fyrir kandidötum að heiman, leitað hóf-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.