Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1935, Page 16

Læknablaðið - 01.11.1935, Page 16
82 LÆK NA BLAÐIÐ son, um almenna þýöingu heilsu- fræðinnar fyrir heilbrigöi manna, ekki síður andlega en líkamlega. Verkfræðingur Sig. Thoroddsen yngri, um þýðingu húsakynnanna fyrir heilsuna, hvers væri að gæta og hvað væri að varast, læknir Jón Jónsson: i. um vinnustellingar, 2. um berklaveiki og berklavarnir, 3. um meðferð ungbarna og þýöingu hennar til varnar ungbarnadauð- anum, 4. um kíghóstann og varnir gegn honum. Því miður gátu læknarnir á staðnum ekki haídið þau erindi, er þeir höfðu ætlað sér að flytja, vegna forfalla . Að sýningunni á ísafirði lokinni var aíráðið að fara til Siglufjarðar. Héraðslæknirinn Halldór Kristins- son óskaði eftir að fá sýninguna um söltunartímann og því var sýn- ingin haldini þar frá 27. júlí til 18. ágúst eða alls í 19 daga. Bæjarfógetinn Guðm. Hannes- son opnaöi sýninguna er komið hafði verið fyrir i 4 herbergjum barnaskólans. Skólanefndin haföi góðfúslega lánað skólann endur- gjaldslaust. Aðgangseyrir var hinn sami og áður. Sýninguna skoðuðu um hálft fjórða hundrað manns. Félag kvenskáta liæjarins annaðist dyravörslu og fékk fríau aðgang fvrir, sömuleiðis fengu skólabörn- in frian aögang undir umsjón kennara. Þessi erindi voru flutt á sýning- unni: Héraöslæknir Halldór Krist- insson: um meðferö ungbarna, sjúkrahússlæknir Steingrimur Ein- arsson : um berkla og berklavarnir, Læknir H. Thorarensen: um gigt- sjúkdóma og meðferð þeirra, lækn- ir Jón Jónsson: um tannsjúkdóma og meðferð jieirra og um farsóttir og heilbrigðisástandið. Allan þennan tíma, er sýningin hafði verið opin á Siglufirði var engin síldveiði er heitiö gæti: Fór ég því inn til Akureyrar og átti tal við héraöslæknir Stgr. Matthías- son um hvenær og hvernig hentast væri að halda sýninguna þar. Þar á Akureyri hafði verið haldin iðn- sýning og var hún haldin í hinu nýja barnaskólahúsi bæjarins.Áleit læknirinn heppilegast að þessi sýn- ing yrði haldin á sama stað og helst um mánaðamótin sept—okt., vegna skólafólks, sem þá væri væntanlegt til bæjarins. Barnaskóli Akureyrar tekur ekki til starfa fyr en 12. okt. og var því auðsótt mál að fá skólastofur lánaðar endur- gjaldslaust fyrir sýninguna og hún því ákveðin í 15 dag-a frá 22. sept. til 6. okt. að b. m. t. En til þess að láta nú ekki heilan mánuð ónotað- ann átti eg tal við héraðslæknirinn á Húsavík og bauð hann hús og hita ókeypis. Fór ég þá þangað og opnaði sýslumaður Júl. Havsteen sýninguna þar í viöurvist margra bæjarbúa er jiangað var boðið 8. sept. Sýningunni var haldið þar opinni til 15. sept. eða í 8 daga. Aögangseyrir var hinn sami og áður og börn fengu frían aðgang undir umsjón kennara, því sýning- in var haldin í barnaskólanum. Á Húsavík reyndi eg að selja nokkra aðgöngumiða á 5 kr. er giltu' fyrir allan sýningartímann og voru ætl- aðir fjölskyldum. Nokkrar fjöl- skyldur notfærðu sér þetta. Þessi erindi voru flutt á sýning- unni: Héraðslæknir Björn Jósefs- son : 1. um berkla og berklavarnir, 2. um liyggingu heilbrigðs líkama. Héraðslæknir Kristján Þorvarðs- son á iBreiðumýri: 1. um kynsjúk- dóma. 2. um meðferö ungbarna, læknir Jón Jónsson: 1. um tann- skemdir og meðferð þeirra, 2. um farsóttir og heilbrigðisástandið í landinu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.