Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1935, Síða 17

Læknablaðið - 01.11.1935, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 83 Sýninguna skoöuöu á þriðja hundrað manns. A Akureyri var sýningin opnuð at’ bæjarstjóra St. Steinsen i nýja Barnaskólahúsinu að viðstöddum mörgum bæjarbúum er þangað hafði verið boöið, og var sýningin þar höfð opin eins og áður greinir í 15 daga (frá 22. sept. — 6. okt.). Kl. 4—7 og 8—10 síðd. dag hvern. — Aðgangseyrir kr. 1 fyrir full- orðna, kr. 0.25 fyrir börn, en auk þess voru seldir aðgöngumiðar á 2 kr. er giltu fyrir allan sýningar- timann. Var þetta gjört með sér- stöku tilliti til skólafólks sem vildi notfæra sér sýninguna sem best, gætu notað hverja stund eftir á- stæðum til að vera á sýningunni. Skólabörn fengu frían aðgangund- ir umsjón kennara, sem og skátar, sem önnuðust dyravöröslu og sáu um útdreifing auglýsinga um bæ- inn. Þessi erindi voru flutt: Héraðs- læknir Steingrimur Matthíasson: 1. um lækningar fornmanna, 2. um berklarannsóknir og berklavarnir hér og í öðrum löndum, 3. um heil- lirigðisástand fyrrum og heilbrigð- ishorfur nú. læknir Arni Guð- inundsson: urn meðferð ungbarna, tannlæknir Engilbert Guðmunds- son: um tannbyggingu, tann- skemdir og aðgerð, auglæknir Helgi Skúlason: um áverka á aug- un, læknir Jón Geirsson: um kyn- sjúkdóma. aöallega lekanda, lækn- ir Pétur Jónsson: um krabbamein, læknir Valdemar Steffensen: um sóttvarnir og framkvæmd þeirra í nútimanum, læknir Jón Jónsson: 1. um æfisögu tannarinnar — vöxt — skentdir — eyðileggingu og að- gerð, 2. um ófriðinn i líkamanum (baráttan við sýklana), 3. um far- sóttir í landinu fyrrum og nú. Þau kvöld er ekki voru flutt íræðsluerindi voru ein eða fleiri deildir sj’ningarinnar útskýröar. Sýninguna skoðuðu á 5. hundrað manns. Þó sýningunni væri komið fyrir i 4 stofum var hún í 7 deild- um. 1. deild: Bygging líkamans og heilbrigði: Líkön, myndir og skýr- ingagreinar. 2. deild: Meðferð ungliarna: Myndir, skýringargreinar og línu- rit. 3. deild : Berklaveikin : Myndir og línurit. 4. deild: Vöxtur tanna, skemdir og meðferð: Myndir. 5. deild : Vinnustellingar: Mynd- ir. 6. deild : Kynsjúkdómar: Drátt- myndir og ljósmyndir, línurit og skýringar. 7. deild: Farsóttirnar í landinu: Línurit yfir útbreiðslu farsótta um 10 ára bil eftir heilbrigðisskýrsl- unum. — Þrátt fyrir óhagstæða sumartíð norðanlands og ýmsar örðugar að- stæður var mér mikil ánægja að ferðast um með sýningarmunina og fékk hvarvetna hinar ákjósan- legustu viðtökur hjá læknunum og forráðamönnum bæjanna og skól- anna, sem allir vildu fúslega i ein- um hug aðstoða mig og styðja að því, að sem flestir gætu og vildu færa sér i nyt þá fræðslu, sem sýn- ingin gat veitt. Vil ég flvtja ]>eim aiúðarfylstu þakkir, liæði fyrir hönd félagsins og mína, en alveg sérstaklega vil ég flytja þakklæti til skátafélaganna og allra þeirra ungra stúlkna og pilta, sem með lofsverðum áhuga, alúð og ósér- plægni voru boðin og búin til að veita sina hjálp. Þó að sýningargestir yrðu von- um færri, sem að sumu leyti hafði sínar eðlilegu orsakir — síldarleys-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.