Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 10
92 LÆIC NA B LAÐIÐ Áhrif Ijóssins á innvortis líffæri og líkamsathafnir. Erindi flutt á læknakveldi Landspítalans 24. okt. 1935. Eftir dr. G. Claessen. Þvi er ekki a‘ð leyna, að ljós- böö og sólskinsböð hafa tíðast verið um hönd höfð af mörgum læknum, með fremur óvísindaleg- um aðferðum og indicatio. Er það reyndar nokkurt vorkunnarmál, því biologisk áhrif ljóssins hafa einkum verið tekin til rækilegrar athugunar vísindamanna á síðari árum. Eg vildi í þessu stutta yfir- litserindi drepa á helstu niðurstöð- ur, sem fengist hafa í þessari vís- indagrein. Þess má geta, að áhrifa- mestu geislarnir, sem efnabreyt- ingum valda, eru taldir útfjólubláu geislarnir í ljósinu. Efnaskifti líkamans. — Ljósið veldur meiri bruna á eggjahvítu, og þar af leiðandi gefur líkaminn frá sér meira köfnunarefni. Lítilla áhrifa gætir á fituefna-byltinguna. Öðru máli gegnir um kolvetnin. Ljósböð breyta reyndar ekki blóð- sykri heilbrigðra, en draga úr blóðsykri sjúklinga með sykur- sýki. Þetta kemur til af því, að- ljósið örfar insulin-framleiðsluna í þvottabrisinu, og er ástæðan til þess, að sumstaðar erlendis em ljósböð notu'ð við diabetes. Merkilegt er sambandið milli steinefna og ljóss, einkum að því er snertir kalkskiftin. Kalkvinslan verður meiri, og kalkið frekar bundið, en áður. Beinin styrkjast því, og má hafa gagn af ljósum eftir beinbrot. Eins koma ljósböö- in líka að liði konum, um með- göngutímann, vegna þess kalk- missis, sem þá á sér jafnaðarlega stað. Ljóslækningin, sem eins og all- ir vita, er mikilsverð við rachitis, fer þar urn krókaleiðir. Ljósið framleiðir D-fjörvi úr ergosterin hörundsins, en fjörvið hindrar Ca- og Fosfat-missi út í þarmana. Af þessu leiðir svo aukin kyrsetning á kalki, og bati á beinkröm. Vinnuþolið. — Ljósið eykur út- hald vöðvanna, og getur það orð- ið alt að 60%. Þetta hefir verið margprófað með erfiðismæli (er- gometer). Ljósböð geta því — um stund —■ jafnast á við þjálfun í- þrótta- og fjallgöngumanna. Hef- ir það valdið meiningarmun meðal íþróttalækna, hvort það geti talist „unfair“ af íþróttamanni, að taka ljóskúr á undan íþróttakepni. Sum- ir hafa haldið því fram, að hér væri líkt á komið eins og við ó- leyfilega notkun lvfja, sem geta aukið fjör og þrótt í svip. Blóðþrýstingur lækkar eftir ljósbað um 10—12 mm. Hg, og helst það nokkra daga. Þetta mun standa í sambandi vi'Ö, að histamín myndast vegna ljóssins. (Ein af 4 ómissandi amínósýrum líkamans er histídín í hörundinu, en af því myndast histamin). Slíkar efna- breytingar réttlæta það, að kalla útfjólubláa ljósið kemiska geisla. Blóðþrýstingslækkunin kann a'ð þykja lítil, en þó telja sumir ljós- læknar góðan palliatív árangur við hypertoni, einkum gagnvart höf- uðverk og svima.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.