Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1935, Síða 17

Læknablaðið - 01.12.1935, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 99 mannagerlinum. Benti á Liibeck- bólusetninguna þar sem börnum voru gefnir há-virulent berklagerl- ar en dóu þó ekki öll. Mætti af því ætla aö bovin-gerlar þyldust í smá- skömtum. Kvaöst sammála yfirl. Bartels um þaö, aö æskilegt væri að rannsaka þessi atriöi hér á landi, vegna þess einmitt aö viö höfum nokkra sérstöðu. Próf. G. Hannesson þakkaði yf- irl. Bartels fyrir þann þátt, sem hann heföi átt í framhaldsmentun islenskra lækna. G. H. kvaðst hafa það eftir Magnúsi heitnum Einars- syni, dýralækni, að hann heföi al- drei séð nautaberkla viö skoðun á alátur-gripum hér í bæ um mörg ár. Yfirl. Bartels svaraði því næst nokkru. Var svo ekki fleira tekið fyrir en fundi frestað til næsta dags. Framhaldsfundur laugardaginn 29. jún kl. 4 síðd. 1. Yfirlæknir O. Strandberg flutti erindi um meðferð á byrjandi krabbameini efst í öndunarfærum einkum í barkakýli. Fundarstjóri þakkaði hið einkar fróðlega erindi og tóku fundar- inenn undir með lófataki. Ólafur Þorsteinsson þakkaði yf- irlækninum sérstaklega erindið og skýrði frá tilfelli af cancer laryng- is er hanti og Guðm. he'itinn Magn- ússon, prófessor höfðu opererað. Dr. Gunnl. Claessen ])akkaði yf- irl. Srandberg sérstaklega sem fulltrúa Finsen stofnunarinnar fyr- ir alla þá velvild og umönnun, sem íslenskir sjúklingar hefðu orðið þar aðnjótandi. Mintist nokkrum -orðum á samvinnu hálslækna og ;geislalækna og lýsti í stórum drátt- um Coutards aðferð. Benti á, að eftir því, sem áhöldin bötnuðu og yrnðu háspentari mætti vænta betri árangurs af aðferð hans. Skýrði hann frá þvi að Þjóðverjar hefðu á síðustu árum gert tilraunir með krabbameinslækningu með mjög lágri spennu og væntu sér mikils af henni. Gunnl. Einarsson þakkaði yfirl. Strandberg fyrir það hve góður ár- ang’ur hefði fengist á þeim sjúk- lingum, sem hann hefði sent til Finsenstofnunarinnar. Sagði því næst nokkrar sjúkrasögur af can- cer laryngis, sem hann hefði séð. 2. Yfirl. D. Bartels flutti erindi um blóðvatnslækningar á botn- langabólgu. Var erindið þakkað með lófa- taki. Engar umræður spunnust út af því. Fundi frestað. Fundur hófst aftur kl. síðd. 3. Sjúkratryggingar. Yfirlæknir Kristinn Björnsson: Erindið birt í Læknablaðinu. Sigurjón Jónsson: Rétt framtek- ið hjá frummælanda að trygging- um beri að taka með velvild. Vil kjósa nefnd í málið. Þórður Edilonsson vildi bíða með að kjósa nefnd þangað til stjórnarkosning væri um garð gengin, þar sem þetta heyrrði beint undir stjórn L. í. Magnús Pétursson vildi láta kjósa milliþinganefnd, sem þá ynni í samráði við væntanlega stjórn félagsins. Próf. G. Hannesson kvaðst meðmæltur nefnd. Benti á að í út- löndum hafi tryggingarnar að mörgu leyti orðið fólkinu og lækn- unum til óhagræðis og demórali- serað þjóðirnar. T. d. væru Þjóð- verjar i vandræðum með sínar tryggingar; sama væri i Englandi. Páll Kolka kvaðst hafa orðið þess var að læknar i Þýskalandi væru óánægðir með tryggingrarn- ar. Reynslan sýndi að þeim trygðu batnaði seinna en hinum, sem borguðu sjálfir fyrir sig. Hér virt- ust allir flokkar vera málinu hlynt-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.