Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1935, Side 18

Læknablaðið - 01.12.1935, Side 18
100 L Æ K NA B LAÐ 1 Ð ir. Sjálfsagt aö ríkisvaldið leiti samvinnu viö læknana áöur en gengið er endanlega frá trygging- unum. Mælti með 5 manna nefnd. Dr. Helgi Tómasson taldi rétt að taka tryggingunum vel, en ekki með þeirri mótíver- ingu Kristins Biörnssonar að ekki þýði fyrir félagið að lenda í deilu við ríkisvaldið. Okkar að- staða er sterk og undir okkur er það komið hvort sjúkratryggingar takast. Taldi rétt að læknar hefðu sjálfir forgöngu í þessum málum. Hér dygöi enginn undirlægjuhátt- ur. Próf. G. Hannesson mintist á til- lögu dr. Helga i Lbl. um að læknar tækju sér sjálfir fram um þessi mál. Reynslan í útlöndum væri sú að altaf væri leitað til læknanna um afslátt þegar alt væri komið á hausinn. Væntanleg nefnd ætti að vera stjórninni til aðstoðar. Sigurjón Jónsson taldi óheppi- legt að stofna til ,,Conflicta“. Vildi heldur hafa 3ja manna nefnd. Lagöi fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn ákveður að kjósa 3ja manna nefnd til að fylgjast með sjúkratryggingarmálinu á alþingi og leitast við að hafa áhrif á lög- gjöf þá um þetta efni, sem er á döfinni í þá átt að hún geti orðið til sem mestra hagsbóta jafnt fyr- ir lækna sem almenning og að leit- ast verði við að varast sem mest alt það sem reynsla erlendra sjúkratrygginga hefir sýnt að orö- ið hefir til þess að spilla árangri þeirra. Nefndin vinni í samráði við stjórn félagsins og heilbrigðis- stjórnina, eftir því sem best þykir henta“. Páll Kolka kvaðst meðmæltur tillögunni. Læknarnir ættu að hafa áhrif á fólkið og væri þvi æskilegt að gefinn yrði út bæklingur, til þess að íræða fólk um málið. Bar fram svolátandi tillögu: „Fundur- inn samþykkir að heimila stjórn L. í. að gefa út ef þurfa þykir, bækling um sjúkratryggingar og viöhorf hér við þeim og dreifa honum út ókeypis. Kostnaðurinn við útgáfuna greiðist úr félags- sjóði“. Taldi rétt að fresta nefnd- arkosningu þar til stjórnarkosn- ingin hefði farið fram. Nefndarkosning samþ. með öll- um greiddum atkv. Samþ. að hafa 3ja manna nefnd með 17:14 atkv. — Samþ. með öllum greiddum at- kr. að fresta nefndarkosningn fram yfir stjórnarkosningu. Tillaga Páls Ivolka samþ. með 15 :2 atkv. 4. Nefndin, sem kosin var til að athuga hréf Jóns Arnasonar hér- aðslæknis, lagði fram svohljóðandi nefndarálit: „Nefndin, sem kosin var til að athuga erindi Jóns Arna- sonar um áfengisreglugjöröina leggur til að málið verði afgreitt með svohljóðandi rökstuddri dag- skrá: Með því annarsvegar að fundurinn telur of fáa héraðs- lækna, er hafa lyfjasölu mætta, til þess að talist geti rétt að hann geri ályktanir um mál, sem eins og þetta snertir ])á sérstaklega og hef- ir auk þess ekki verið á dagskrá á fundarboðinu, og með því hins- vegar að fundurinn treystir því að óreyndu, að framkvæmd reglu- gjörðarinnar verði hagað svo, að hún verði ekki til þess að baka héraðslæknum sem hafa lyfjasölu kostnað eða óþægindi, tekur fund- urinn fyrir næsta mál á dagskrá". Magnús Pétursson: Vegna þess að formaður er ekki viðstaddur, þá vil ég leyfa mér fyrir stjórnarinn- ar hönd að mótmæla þessari til- lögu, þar sem mér finst hún fara í þág við aðgjörðir stjórnarinnar í reglugjörðarmálinu, eldri sam-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.