Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 20
102 LÆKNABLAÐIÐ málinu væri frestað til morguns, en M. Júl. Magnús reyni á meðan eins og hann hefir haft á orði, hvort takast muni að safna 5000 krónum og verði þá sjóðurinn stofnaður þegar. Magnús Pétursson kvaðst fella sig vel við að málinu yrði vísað til stjórnarinnar í því skyni að það yrði borið undir alla félagsmenn. Próf. N. Dungal taldi að svona stórvægilegu máli gætu ekki nokkrir menn ráðið til lykta án þess að spyrja hina, enda ráð fyr- ir gert i lögunum að svona mikil- væg atriði séu borin, undir alla fé- lagsmenn. Magnús Pétursson bar þá fram svohljóðandi rökstudda dagskrá: „Með hliðsjón af 7. gr. félagslag- anna vísar fundurinn málinu til aðgerða stjórnarinnar á grundvelli tillagna nefndarhlutanna og tekur fyrir næsta mál á dagskrá“. Dagskráin var samþ. með 16:5 atkvæðum. 6. Nefndin sem kosin var til þess að gera tillögur um vikaramálið lagöi fram þetta álit: „Nefnd sú sem kosin var til þess að gera tillögur um kaup vik- ara leyfir sér að leggja fyrir fund- inn eftirfarandi tillögur: 1. Miðhlutamenn Læknadeildar fái 150 kr. á mánuði sem að- stoðarlæknar. 2. Fyrsta ár síðarhl. fái 200 kr. á mánuði sem aðstoðarlæknar. 3. Síðari hl. menn fái 250 kr. á mánuði sem aðstoðarlæknar. 4. Sömu fái 300 kr. á mánuði sem fullkomnir vikarar. 5. Kandidatar fái 300 kr. á mán- uði sem aðstoðarlæknar. 6. Kandidatar fáÍ33o kr. mánuði sem vikarar. Ferðir og uppihald sé þeim að kostnaðarlausu. Tillögur þessar, sem gerðar eru af „Félagi læknanema", getur nefndin fallist á að öllu leyti og ber þær því fram sem sínar til- lögur“. Magnús Pétursson benti á hvort ekki væri réttara að miða laun þessara manna að einhverju eða öllu leyti við tekjur héraðsins. Guðmundur Guðmundsson kvað þennan taxta hafa verið reyndan og hann gefist vel. Lélegu héruð- in myndu engan vikar fá, ef mið- að væri við tekjur. Páll Kolka kvaðst í „principinu" sammála Magnúsi Péturssyni, en úr því að komið væri samkomulag milli félags læknanema og L. í.r virtist sér rétt að nota tækifærið til þess að koma þessu í fast form nú þegar. Altaf mætti síðar end- urskoða taxta þennan. Guðmundur Gíslason benti á að eftir ársreynslu hefði ekkert komið fram, sem benti á óánægju með taxta þennan. Gat þess að kandi- datar þeir sem ekki hefðu öðlast læknisréttindi, væru ennþá í félagi læknanema og væru bundnir við taxta þennan og mættu ekki vinna fyrir annan taxta. Tillögur nefndarinnar voru því næst samþ. með 7: 2 atkv. 7. Bólusetningar gegn bólusótt. Próf N. Dungal: Erindið birt í Lbl. Þórður Thoroddsen upplýsti að bólusótt hefði gengið hér á landi síðast árið 1839. Hefði þá borist til Vestmannaeyja með útlending- um. Magnús Pétursson: Það er leið- inlegt að svo er orðið áliðið fund- artímans, af því ákveðið hefir ver- ið að ljúka fundinum í kveld eða nótt, að ekki gefst nægur tími til þess að ræða þetta merkilega er- indi eins og vert og nauðsynlegt væri. Eg get þó ekki látið vera að segja nokkur orð og þá á þann veg

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.