Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1936, Síða 8

Læknablaðið - 01.03.1936, Síða 8
LÆKNABLAÐIÐ að vera hreinskilinn og segja sann- leikann, að hér koma sjaldnast öll kurl til grafar, þar sem að eins fæst lík eru krufin, og því geta menn eigi haft rétta vitneskju í þessum efnurn. Engum efa er blandiÖ, a'Ö hin illræmda garnaflækja, sem fólki hrylti við í mínu ungdæmi og hryll- ir við enn, hefir bæði, meðal ann- ars, stafað af sprungnum botnlanga og sárum þeim, er hér er um að ræða. Skýrslur lækna hér að lút- andi eru mjög sundurleitar. Mayos bræður telja, að af 778 skeifugarn- arsárum, hafi 216 verið sprungin, eða 22 af hundraði. Norsk greinar- gerð um þessi efni frá próf. Bull í Osló, frá árunum 1912—1915 gef- ur eftirgreindar tölur: 24 skeifugarnarsár, þar af 3 sprungin, 12%. 54 magasár, þar af 5 sprungin, 9.5 %• Tölur skurðlækna geta um þau tilfelli, sem komast undir hnífinn, en ekki þeirra, sem framhjá fara og eru banvæn, en þau eru því mið- ur altof mörg. Þýskir læknar telja, að um 40% þessara sjúklinga' deyji vegna of seinnra, eða engra skurðaðgerða, sem eru að heita má það eina, sem að haldi getur komið, eins og áð- ur er drepið á. Yfir sjúklingunum, sem ganga með þessi sár, vofir lífs- hætta, sem skellur á þá eins og þruma, stundum að því er virðist eins og úr heiðskíru lofti. Lífshætt- an stafar ýmist af því, að sárin springi og vakli lífhimnubólgu, sem er tíðara, eða hinu, að þeir blóð- renni; streymir þá svo ört í maga og garnir, að sjúklingurinn deyr af blóðmissinum. Eins og lækna greinir mjög á um það, hversu sárin í þessu á- standi eru tíð, eins greinir þá á um það, hvor séu tíðari yfirleitt, maga- eða skeifugarnarsár. Amer- ískir skurðlæknar telja, að skeifu- garnarsár séu tvöfalt tiðari en magasár, franskir læknar telja á hinn bóginn magasárin tíðari. Sama ósamræmis gætir, þegar ræðir um sprungin sár. Hvernig sem þessu er varið, ber að hafa hugfast, að leita fyrst að því sprungna sári við neðra magaop og efst á skeifugörn. Tíðara er að sárin springi á körl- um en konurn, en sé spurt, hver séu tíðari á hvoru um sig, verða aftur skiftar skoðanir. Sumir álíta, að þau séu helmingi tíðari á körlum en konum, aðrir telja mismuninn miklu meiri. Eftir aldri eru sárin í þessu ástandi lang-tíðust á hesta aldri, milli 20—50, einkum þó milli 30—40. Þó sárin í þessu ástandi hremmi menn tíðast í blóma aldurs, geta þau komið fyrir á öllum aldri; fátíð eru þau talin á börnum neð- an tíu ára aldurs, og upp að tví- tugu, en tíðari, einkum á körlum, eins og minst hefir verið á, yfir fimtugs aldri. Þau hafa þó sést á fárra daga gömlum börum, fárra mánaða, fárra ára og eins á háöldr- uðu fólki. Sár þessi geta sprungið meðan þau eru í myndun, en einn- ig þau, sem eiga að heita bötnuð og litil einkenni gefa, og eins þau, er aldrei hafa valdið einkennum og sjúklingurinn hefir enga hugmynd um að hann hafi. f meginþorra til- fella má með nákvæmum fyrir- spurnum til sjúklinganna komast að því, að þeir fyr eða síðar á æfinni hafa haft einkenni magaveiki eða magasárs, og getur það síðar gefið læknum bendingu um, um hvað sé að ræða. Sjúklingarnir geta upp á ýmsu um tækifæris-orsakir þess, að sárin bresti, svo sem mikilli á- reynslu, áverkum á kviðinn, remb- ingi við hægðatregðu, haryum við röntgenskoðanir og margt fleira, sem út af fyrir sig alls ekki nægir til skýringar. Sár geta sprungið

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.