Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1936, Page 12

Læknablaðið - 01.03.1936, Page 12
6 LÆKNABLAÐIÐ stokk skipsins og kasta sér fyrir borð, en eftir 5—6 klst., sagÖi hann, aÖ sér hefÖi verið farið að líða betur, og þegar hann var kominn inn til mín, sagði hann að sér liði nú miklum mun betur. Sjúkl. kvað sig hafa verið magaveikan síðau um 20 ára aldur; var hann í sjúkra- húsi í Wesermúnde, sumarið áður en þetta henti hann, í tœpa 2 mán., en sár fanst ekkert við gegnlýsing- ar eða Röntgenmynd, þrátt fyrir marg—endurteknar skoðanir. Að sögn lækanna þar, tjáði hann mér, að um magasár gæti ekki verið að ræða og engar matarreglur kvað hann sér hafa verið gefnar. Sjúkl. sat boginn á stól og hélt fast um bringspalir meðan hann skýrði mér frá þessu, og þegar hann stóð upp, gat hann staulast áfram kengbog- inn. Hann kvartaði auk kvalaverkj- arins í kviðnum um mjög sáran verk yfir hægri herðakambi, sem lagði fram í upphandlegg og upp í háls þeim megin; ennfremur kvaðst hann helst ekki geta dregið andann fyrir sárum verk i bakinu gegnt maga. Kviðarvöðvarnir ofan nafla voru samandregnir og harðir eins og spýta, kviðarhúð viðkvæm og heleymsli í kviðnum, mest ofan nafla, en voru talsverð í báðum foss. iliacæ. Við explor. eru eymsli þegar stutt er fram á við frá rec- tum, loftrönd er neðst á lifur og greinilegur resonance er neðst í hægri miðaxill. línu yfir lifur. Um- getinn verkur ofan hægra herða- kambs var afar sár, hann forðaðist að hreyfa kviðarvöðvana við önd- unina. Hnéreflex eðlilegur, sömu- leiðis pupill. reaction, púls 78. hiti 37,8. Meðan hjúkrunarkonan var að þvo af sjúkl. mesta grómið, fór eg frá honum og velti Jjessu fyrir mér; liðnar voru 11V2 klst. frá því að sjúkl. veiktist. Eg fór aftur til sjúkl. óg fanst nú svo sterkur grun- ur, að það stappaði nærri fullri vissu: magaveikin áður, andlits- drættirnir, spýtukviðurinn, kvala- verkurinn sári og loftröndin á lifr- inni. Eg ákvað því hnífsaðgerð svo fljótt sem unt var. Með aðstoð Ein- ars Guttormssonar, læknis, var sjúkl. svæfður með Evipan og Æt- her; voru þá liðnar 13 klst. síðan sjúkl. veiktist. Miðlinuskurður frá proc. xifoid. að nafla. Við opnun á lífhimnu kom út talsvert af gul- grænum vökva með loftbólum í og var magalykt af innihaldinu; var hann um allan kvið og reyndum við að þerra hann eins vel og hægt var. Ekkert sár fanst við magaop né á skeifugörn, en magainnihald gusað- ist út ofar, upp undir lifur, og opið sár fundum við á curvat. minor aftan til. Sárið var á stærð við mjó- an blýant, en hersli í kringum það á stærð við 5-eyring eða vel það! Mjög erfitt var að koma saumum þarna að, en við lokuðum sárinu á sama hátt og lýst hefir verið hér að framan. Kviðsárinu lokað á venjulegan hátt. Sjúkl. heilsaðist vel eítir aðgerðina. Saumar teknir eftir 8 daga. Sárið greri pr. prim. Eg held að þessi náungi hefði haft gott af kosti Meulengraths. Hann var ólmur í kjöt, en eg kvaldi hann eftir kúnstarinnar reglum. A fimta degi stalst hann i að eta reykta pylsu, sem hann hafði flutt með sér í land og félagi hans laumaði til hans. Og taldi hann það sína lífs- björg frá hungurkvölum, sem voru aðalkvalirnar eftir aðgerðina. Hon- um virtist ekkert verða meint af þessu tiltæki; síður en svo. Eg hefi hér getið þeirra tilfella, sem til mín hafa leitað með sprung- in sár og eg gert að. Þau hafa öll komið á góðum tíma til aðgerðar. nema það síðasta. Aðstaða i hér- aðinu er góð, læknis vitjað fljótt. Engin mistök mega eiga sér stað,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.