Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1936, Qupperneq 17

Læknablaðið - 01.03.1936, Qupperneq 17
LÆICNAB LAÐIÐ ii greina: Hjartasjúkdómar, miltis og iifrarsjúkdómar (algengt aÖ byrj- andi lifrarstase komi fram sem magakvilli), nýrnasjúkdómar, gerj- un og loft-stagnation í görnum o. s. frv. Þá geta yfirstaÖnir sjúkdómar veriÖ frumsorsök til maganevrosu. Algengt er, að tilhneiging til upp- kasta haldist löngu eftir að sjúk- •dómur, sem hefir valdið þeim í fyrstu, cr læknaður. Reflexinn hef- ir greiðst í sambandi viÖ sjúkdóm- inn, en viðhelst af nevrosunni. Sama gildir oft um loftæturnar (aerophagen). Skilyrðisbundnar nevrosur koma oft fyrir. Frúr kasta upp á undan stórum boðum og skólafólk af tilhugsun- inni um að ganga i skólann. Cancropholá er algeng orsök til maganevrosu. Psychiskt trauma sömuleiðis, og er skiljanlegt vegna þeirrar ógleði og uppkasta, sem það hefir í för með sér. Globulus-tilfininngin hjá mörgum hypccondrum, veldur oft aeropha- gi (stöðugum kyngingum), loftið í maganum og roparnir verða aft- ur orsakir til maganevrosunnar. Þessu fylgir svo lystarleysi og hræðsla við að borða nema einstaka mat, sem svo aftur hefir i för með sér megrun og kachexi með vax- andi Jnmglyndi, þreytu og hrörnun, sem jafnvel getur leitt til dauða. Sumir halda því fram, að undir- rót (maga) -nevrosanna sé oft veikl- un (minderwertigkeit) í líkams- byggingunni yfirleitt, og þá aðal- lega í centraltaugakerfinu, sérstak- lega hvað snertir stjórn þess á ó- ■sjálfráða taugakerfinu. Með öðr- um orðum, að þarna sé aðallega um fólk að ræða, sem verður íyrir ■sterkum áhrifum í lífinu, af óheppi- legum lifnaðarháttum, andlegri of- reynslu, sorgum, áhyggjum, gremju, ‘taugaeitrum cins og nicotini og al- coholi o. fl. Ahrifin koma svo fyr eða síðar fram, sem of eða van- starf eins eða fleiri liffæra, sem stjórnast af ósjálfráða taugakerf- inu. Slíkt ofstarf magans kemur fram í ýmsum myndum, sem hyperacidi- tet, spasmar eða sársaukakendir samdrættir. Vanstörfin aftur á móti sem an- eða hypaciditet, atoni o. fl. Þegar sjúklingur kemur með kvartanir frá maganum. sem stað- ið hafa lengi, er nauðsynlegt að fá sem gleggsta mynd af öllum per- sónuleika sjúklingsins. Hvernig sjúklingurinn lýsir sjúkdóminum og segir frá umkvörtunum sínum, gef- ur þegar góðar bendingar um hvað er á seiði. Það kemur þegar fram af um- kvörtunum nevrotikarans, að hann hefir alla athygli sína festa við sjúkleik sinn. En oft hafa hinir skynsamari þessara sjúklinga óljósa tilfinningu þess, að þeir geti jafn- vel verið undir áhrifum af sjálfs- blekkingu, en reyna með öllu móti að leyna því hjá lækninum. Flestir eru ]ieir þó sannfærðir um, að þeir hafi ákafa verki og að alvarlegur sjúkdómur hljóti að liggja til grundvallar. Þeir gera sér oft ná- kvæmlega hugmynd um hvaða til- breytingar í lifnaðarháttum þeirra verka skaðlega á líðanina og tauga- kerfið, en þar sem margir þeirra eru þrælar nicotinnautnar og ann- ara skaðlegra meðala, auk óreglu í lifnaðarháttum, minnast þeir oft ekki sérstaklega á þetta, en þykir jafnvel vænt um, þegar læknirinn af sjálfsdáðum uppgötvar hina eig- inlegu orsök sjúkdómsins og bend- ir þeim á hana. Miklar líkur eru til þess, að um truflanir frá taugakerfinu sé að ræða, þegar slikur ,,magaveikur“ sjúklingur kvartar um önnur marg-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.