Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1936, Side 18

Læknablaðið - 01.03.1936, Side 18
12 LÆKNABLAÐIÐ■ vísleg nervös symptom, eins og: hjartslátt, svefnleysi, kalda fætur, stöðugar geÖshræringar, svima, drunga í höfði og blóðsókn til höf- uðsins, jafnvel höfuðverki. Sé púlsinn athugaður hjá þessum sjúk- lingum, þýtur hann oft upp með miklum hraða. Einnig það gefur góðar bendingar um uppruna sjúk- dómsins. Umkvartanir maganevrotikar- anna eru oft alla vega litaðar af ímyndunum þeirra sjálíra. Sjúk- dómsmyndin verður því oft óskýr og á reiki. Stöðug leit sjúkl. eftir utanaðkomandi (exogen) orsökum til hverrar minstu breytingar til hins verra eru mjög einkennandi fyrir þá. Öfgafullar eða fjarstæðar ímynd- anir um það, hvað sjúkl. þoli ekki í magann sýna hin sterku hypocond- risku áhrif á myndun sjúkdómsins. Þegar maganevrosurnar eru yfir- gnæfandi psychogen, kemur venju- lega lítið af hinum typisku mynd- um meltingasjúkdómanna fram. Sjúklingur með magasár eða krabbamein, gefur venjulega á- kveðnar lýsingar og víkur hvergi frá sjúkdómseinkennunum. Veit einnig nákvæmlega hvaða matarteg- und hann þolir og hvað honum er skaðlegt. Aftur á móti er oft ósamræmi í sjúkdómslýsingum maganevrotik- arans. Hann hefir oft enga grein gert sér fyrir því, hverju honum verður gott eða ilt af. Þolir oft allan mat jafn vel eða jafn illa. Vanlíðan hans stendur oft ekki í neinu sambandi við máltíðir, eða hvað liorðað er, að öðru leyti en því, að margir þeirra verða þreytt- ir og slappir eftir stórar máltíðir. Hugarástand nevrotikarans veld- ur (venjulega) miklu um umkvart- anir hans og þjáningar. Að vísu getur það einnig átt sér stað með sjúklinga með magasári, en í miklu smærri stíl. Það er yfirleitt einkennandi fyrir nevrotikarann, að þegar eitthvað gleður hann eða hann skemtir sér vel, gleymir hann öllum sínum um- kvörtunum og sjúkdómurinn hverf- ur með öllu i bili. Þetta er mjög sjaldgæft hjá sjúklingum með org- aniska magakvilla. Maganevrotikarinn segir sjúkra- sögu sína venjulega fjörlega og í mörgum orðum, eða með þvingaðri ró. Kvartar oft um þyngsli eða þrýsting í magasvæðinu. Verkir oft- ast vægir, geta þó stundum vaxið, jafnvel orðið óþolandi. Oft eru ropar (af aerophagi), þeir lina óþægindin í bili, sjaldnar brjóstsviði. Oft nota sjúkl. þessir Natron og finst það nauðsynlegt til að „losa um vindinn fyrir lirjóst- inu“. Hinar alvarlegustu tegundir maganevrosanna, þar sem samtímis er um róttæka nevrosu alls persónu- leikans að ræða, hafa mikla til- hneigingu til uppkasta og svæsinn- ar anorexi. Það er því mesti mis- skilningur, að maganevrosa geti ekki leitt til megrunar. Nervösu uppköstin eru oftast mjög fyrir- hafnarlaus. Maturinn rennur upp, án þess að sjúkl. kúgist. Einkennandi fvrir uppköst maga- nevrotikarans, er að hann kastar upp eftir ákveðnum reglum eða merkjum. Verður oft óglatt um leið og hann sest að borðinu og kast- ar upp þegar eftir máltíðina. Sér- stakar matarpylsur er oft orsök til uppkastanna og jafnvel litir. (Kona nokkur kastaði fyrst upp. ef hún sá kirsuber, seinna af öllum rauð- um mat). Skólauppköstin hafa áður verið nefnd, sömuleiðis aerophagi, senv ekki er óalgengur nevrosusjúkdóm- ur. Það er einkennandi við aero-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.