Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 20
14 LÆKNABLAÐIÐ r Ur erlendum læknaritum. Tilbúinn magasafi. Eftir tilraunum að dæma, sem rússneskir læknar hafa gert, á til- búinn magasafi aö vera mjög gott sárameðal. ViS lítil sár hefir hann reynst mikiS betri, heldur en joS. Hann er jafnvel álitinn betri held- ur en rivanol, jjar sem hann sé ekki eitraSur, verki fljótt, sé skaS- laus fyrir ósýktan vef og flýti fyr- iar eySingu skaSlegra baktería í sárinu. Á Balkinsjúkrahúsinu í Moskva hefir magasafi verið not- aSur i 30 tilfellum viS opin bein- brot. Þar af gréru 27 pr. priniam. ViS ígerSir og osteomyelitis reynd- ist hann einnig vel. ígerðirnar eru opnaSar og* vökvanum helt í sáriS og umbúSirnar gegnvættar meS honum. Sárin hafa á þennan hátt gróiS fljótt. —■ ViS osteomyelitis er fyrst gerð (necrotomia) osteo- tomia og sárið síðan fylt með magasafa. Því næst er því lokaS. Þetta var gert í 16 tilfellum. Þar af gréru 13 tilfelli pr. primam. Samsetning magasafans er þessi: Acid. hydrochl. dil. 18, Pepsin 20, aqv. dest. 1000, Glycerin 5. Lækn- arnir telja bæði sýruna og pep- siniS vera „græSandi“ í þessu til - felli. Þeir hafa einnig gert tilraun- ir meS mótstöSukraft margra bakt- ería gegn þessum magasafa. ViS þær tilraunir fanst, aS bakt. coli hefir töluvert mikinn mótstöSu- kraft gegn verkun hans. Af þessu draga þeir þá ályktun, aS þaS sé orsökin til þess aS bakt. coli sé yfirgnæfandi viS perforations peri- tonitis. (Zentralorgan fúr gesmte Chirurgie v. ihre Grenzgeb. Bd. 71. 1935)- Stúdentar og berklar.ViS grand- gæfilega skoSun á 811 stúdentum i Stokkhólmi, reyndust 6,5% berklav. Enginn jjeirra vissi um sjúkdóminn. (Hyg. rev. 15. nóv. 1935)- Læknaskortur í Abessiniu. John Metly segir frá því í The Lancet 14. ágúst, aS mikill læknaskortur sé þar í landi enda enginn lækna- skóli. Öll sjúkrahús ríkisins hafa ekki yfir 500 sjúkrarúm og flest eru þau eign trúboSsfélaga. Jafn- vel herinn hefir enga lærða lækna, nema þá sem RauSi krossinn hefir sent, er stríSiS skall á. Keisarinn hefir látiS gera áætlanir um nýtt sjúkrahús í Addis Abeba og læknaskóla fyrir 50 stúdenta, en ekki segir j)aS mikiS fyrir 10 milj. manna. Englendingar hafa skotiS saman, til þess aS senda flokk lækna og hjúkrunarkvenna, og skora á unga lækna aS gefa sig fram. Helst vilja þeir ekkert kaup borga annaS en ferSir og nauS- synjar, en annars 5500 kr. yfir ár- 15. Sennilega hafa allmargir Ev- rópulæknar leitaS þangaS, er stríS- iS hófst, en auSsjáanlega er þarna mikiS verksvið fyrir lærða lækna, einkum skurðlækna og þá sem vel' eru aS sér í hitabeltissjúkd. Þar Eg vil að lokum taka j)að fram, sem eg sagði í byrjun, að maga- nevrosum fer stöðugt fækkandi og á eftir að fækka meira, sé það rétt, sem próf. Katsch segir, að hinir diagnostisku hæfileikar læknanna standi í öfugu hlutfalli við það, hve oft þeir uppgötva hreinar functionel líðanir hjá sjúklingum sínum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.