Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1936, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.03.1936, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 15 ér mikiö um malaria, typhus exant., febr. recurr., dysenteria og 90% íbúa hafa kynsjúkd., sem eru J50 sagöir lítt illkynjaöir, svo aö syfilis á 3. stigi sést sjaldan. Band- ormar eru ])ar svo tiÖir, aÖ almenn- ingur tekur jafnaðarlega inn orma- lyf einu sinni á mánuði. Aö sjálfsögöu eru þar margir innlendir, ólærðir „læknar". Halda þeir kunnáttu sinni leyndri, en sagt er aö þeir þekki jurtalyf, sem ekki eru öðrum kunn, t. d. jurtaseyði, sem jetur hold og hreinsar sár, en hlýfir þó æöum og taugum. Sar- coma á hálsi (inoper) átst þann- ig burtu, en æöar og taugar sátu eftir óskaddaöar, líkt og stöku sinnum vill til eftir erysipelas. Ekki væri það óhugsandi, að ís- lenskir læknar gætu fengiö gott starf í Abessiniu, en sá galli er þó á því, að þjóðin er illa siðuö og villimenskubragur á flestu. Úðasmitun. Wells (U.S.) fann að dropar alt að 0,1 mm. féllu 2 m. hæð á gólfið sem dropar. Minni úði þornaði á leiðinni og varð aö ryki. I slíku ryki gátu sýklar lifað 2—49 klst. — Flest úöasmitun er eftir því ryksmitun. (Lancet 26. jan. 1935). Hálsbólga — febr. rheumat. Það er gömul saga að hálsbólga sé oft undanfari febr. rheunat., en þó fer því fjærri að svo sé ætíð. Þó er það, að Englendingar, sem hafa rannsakað þetta mál, segja að venjulega líði ein til 3 vikur milli hálsbólgunnar og liðagigtarinnar. Sjúkl. kenna sér einskis meins þennan tíma og vill þá hálsbólgan gleymast ekki síst ef lítið hefir kveðið að henni. — Hálsbólga, sem veldur liðagigt stafar venjulega af streptococci hæmolyt. Ef þeir finn- ast í koki hálsbólgusjúklings á að einangra hann og láta hann liggja í rúminu til þess bólgan og hitinn er horfin, og síðan hafa strangar gætur á honum í mánaðartíma, til Jjess að vita hvort hjartað sýkist. (W. Sheldon í Prevention Aspects of Medicine). Heilbrigðisskírteini. Dr. Hans Hoske (Hyg. Inst. Berlin). legg- ur til, að hver maður sé skyldur að hafa „Gesundheitspasz“, sem sýni heilsufar hans alla æfi, enda hafi hann látið læjkni skoða sig með hæfilegum millibilum. Telur hann að fyrst og fremst sé hverjum manni þetta fyrir bestu, en auk þess tryggasta ráðið til þess að hafa yfirlit yfir heilsu allrar þjóð- arinnar. Þá sé það og mikill fengur fyrir lækna, sjúkrahús o. 1. að fá fulla vtneskju um heilsufar allra, sem leita Jjeirra. Erfðir og æfikjör við berkla- veiki. Það vita allir, að æfikjör og ytri áhrif varða miklu við berklav., eins og sjá má á vexti veikinnar á sultarárunum eftir ófriðinn mikla. Þá eru og flestir sammála um, að erfðir ráði nokkru, og að sumar fjölskyldur séu óvenju upp- næmar fyrir berklaveiki, jafnvel þó lífskjör séu góð, en deilt er um, hve miklu Jjessi meðfædda sótthneigð skifti. K. Pearson hefir komist að þeirri niðurstöðu, að erfðirnar séu fimmfalt þýðingar- meiri en æfikjörin. (A first Study of the Statistics of Pulmonary Tu- berculosis). Sjálfsagt er þessi reikningur ekki óyggjandi en eftirtektarverð- ur er hann eigi að síður.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.